Ísraelski ljósmyndarinn Ilan Rogers ferðaðist í heilt ár og kom við í 52 löndum. Hann tók myndir í hverju landi, samtals 100 þúsund myndir. Hann vill með myndum sínum sýna hvað er líkt og ólíkt meðal landa víðsvegar um heiminn.
Ísland var eitt af þeim löndum sem hann heimsótti. Hann tók mynd af öndunum og gæsunum við Reykjavíkurtjörn.
Ilan tók myndir af fólki, landslagi og arkitektúr. Hann ræðir um myndaseríuna í viðtali á vefsíðunni Israel21. Aðspurður hvernig fólk tók honum sem Ísraela segir hann að upplifun hans hafi mestmegnis verið jákvæð.
„Nánast hvert sem ég fór sýndi fólk mér stuðning og hlýju. Miklu meira en maður hefði búist við, miðað við alla neikvæðu umfjöllunina um Ísrael,“ segir hann.
„Meira að segja í löndum eins og Írlandi og Íslandi, sem eru oft talin vera frekar anti-Ísrael. Heimamenn voru mjög spenntir að heyra um Ísrael og sjá myndir af landinu, og margir sýndu því áhuga að koma til Ísraels.“
Sjáðu hér að neðan nokkrar myndir frá Ilan.