fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

Úlfhildur segir krabbameinsmeðferðir vera frá miðöldum: „Svipað eins og var farið með nornir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. janúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfhildur Dagsdóttir, bókavörður og hrollvekjusérfræðingur, greindist með krabbamein fyrir stuttu. Í útvarpsþættinum Segðu mér segir hún krabbameinsmeðferðir vera eins og eitthvað frá miðöldum.

„Ég fékk brjóstarkrabbamein. Það eru þessar miðaldaaðferðir sem eru notaðar ennþá við flest öll krabbamein. Það er aflimun. Skorið af mér annað brjóstið og hitt minnkað. Ég var svona eins og þverskorin ýsa sagði ein góð vinkona mín sem lenti í svipuðu talaði um. Síðan er líkamanum drekkt í eitri sem rústar öllu. Síðan er kveikt í manni, maður fer í laser-aðgerð og er brenndur. Þetta eru bara miðaldaaðferðir. Aflimun, eitrun og bruni, svipað eins og var farið með nornir,“ segir Úlfhildur.

„Að ganga í gegnum þetta þá upplifði ég nákvæmlega allar þessar kenningar sem ég hafði verið að stúdera. Ég veit svo sem ekki hvers kyns ég er eftir þetta. Ég er með hálft brjóst. Eitrið brennir eggjastokkana og alla hormónavirkni þannig ég er steingeld. Ég svolítið velti þessu fyrir mér. Ég sé um hinsegin bækurnar á bókasafninu. Ég segi stundum að ég geti alveg gert það, þó ég skilgreini mig ekki sem hinsegin, ég meina ég er með hálft brjóst, ég er einskins kyns. Þannig ég get alveg eins tekið að mér þessar bækur,“ segir hún og hlær.

„Þetta var mjög merkileg upplifun að fara í gegnum þetta,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið í gegnum sama ferli með móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Galið að skoða launatölurnar frá 1999 – Ótrúleg hækkun

Galið að skoða launatölurnar frá 1999 – Ótrúleg hækkun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.