fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar : „Eins og sönn steingeit ert þú full/ur efasemda“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 19.–25. janúar

Hrútur
11. mars–19. apríl

Ástin er svo sannarlega í loftinu, elsku hrútur. Lofaðir hrútar eru að gera stórar og veigamiklar áætlanir um framtíðina með mökum sínum, sem er afar spennandi. Einhleypir hrútar fara mikið út á meðal fólks og allt í einu hittir Amor þá í hjartastað, með allri sinni spennu og gleði. Þeir einhleypu eru kannski ekki á höttunum eftir langtímasambandi en er á meðan er.

Naut
20. apríl–20. maí

Það er mikið að gera hjá þér þessa dagana þótt þú hafir einsett þér að taka smá hvíld eftir hátíðarnar. Það er mikið um samkomur tengdar vinnunni, en þó ekki á vinnustaðnum, sem opna augu þín fyrir nýjum framatækifærum. Það er sérstaklega eitt tækifæri sem heillar þig mikið og þú skalt skoða það vel áður en þú hoppar á það.

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú kannt listina að fá þínu fram þegar kemur að vinnunni. Þú pælir allt og alla út en getur einnig verið auðmjúk/ur og góð/ur. Þetta mun koma þér langt og einhverjar breytingar í vinnunni koma þér afar vel í klifinu upp metorðastigann. Í einkalífinu er því miður lítið að frétta og einhver deyfð yfir því almennt.

Krabbi
22. júní–22. júlí

Ekki ofhugsa neitt þegar kemur að ferðalögum innalands eða erlendis. Finndu bara hentuga dagsetningu og kýldu á ferðina sem þig er búið að dreyma um ansi lengi. Í þessari ferð hittir þú manneskju sem þú kolfellur fyrir og hugsanlega er fjarsamband næsta skref. Vertu opin/n fyrir því og láttu á það reyna.

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Lofuð ljón ættu að eyrnamerkja tíma fyrir ástarlífið. Fara fyrr inn í rúm til að hafa gaman, gamna sér í hádegishléum og þar fram eftir götunum. Þessar næstu vikur eru nefnilega stútfullar af ástríðu og erótík. Þetta er tími til að njóta og ættu einhleypir makar einnig að vera duglegir við að leita sér að rekkjunautum.

Meyja
23. ágúst–22 .september

Meyjur í sambandi ættu að nýta þennan tíma til að veita makanum alla sína ást og athygli, ræða meira saman og öðlast meiri nánd. Þótt sambandið sé gott getur það alltaf orðið betra og meyjur eru frægar fyrir smámunasemina og óraunsæjar kröfur. Reyndu að gera málamiðlanir og ekki láta gjörsamlega allt fara í taugarnar á þér.

Vog
23. september–22. október

Þú skalt hætta að setja þarfir allra annarra ofar þínum – nú er komið að þér að einblína á þig, í hvaða formi sem það er. Þú skalt borða hollari mat og hvíla þig meira til að næra andlegu hliðina. Svo er það sjálfsástin, sem er fyrsta skrefið að góðri, andlegri heilsu. Þá list skaltu mastera en gefðu þér tíma í þessa sjálfsvinnu því hún tekur lengri tíma en eina nótt.

Sporðdreki
23. október–21. nóvember

Það stafar af þér mikil birta og sjarmi þessa dagana og þú skalt nýta þér það. Einhleypir sporðdrekar fara á hvert stefnumótið á fætur öðrum en það endar með því að lífi er blásið í gamlar glæður sem þú hélst að væru löngu slokknaðar. Er ykkar tími jafnvel kominn? Það getur tíminn einn leitt í ljós en það er hollt að hafa gaman, hvernig sem það fer.

Bogmaður
22. nóvember–21. desember

Verkefni heima fyrir eiga hug þinn allan og þú ert með stór plön um hvernig þú vilt gera heimilið þitt fegurra og meira kósí fyrir alla fjölskylduna. Liður í þessum plönum er að taka rækilega til og losa þig við allt óþarfa draslið sem þú notar ekki. Reyndu að koma þessum hlutum í góðan farveg, gefa til góðgerðarmála eða endurnýta á einhvern hátt.

Steingeit
22. desember–19. janúar

Það eru miklar breytingar í vinnunni og þú átt möguleika á að fara að vinna við eitthvað allt annað en þú ert að vinna við í dag. Eins og sönn steingeit ert þú full/ur efasemda en ekki dæma fólk eða verkefni of mikið. Reyndu að víkka hugann og skoða allt sem í boði er á þessum krossgötum – þú gætir komið sjálfri/sjálfum þér á óvart.

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú hefur verið að eyða umfram efni síðustu vikur, ekki bara til að kaupa jólagjafir og gleðja. Þú skalt reyna að koma þessu í lag með því að fara varlega með peninga og skipuleggja þig betur. Þú þarft á jafnvægi að halda og óþarfa peningaáhyggjur koma ekki á jafnvægi, heldur akkúrat öfugt.

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú hefur verið í kósístuði upp á síðkastið og hent þér í náttfötin og flíspeysuna um leið og þú kemur heim á daginn. Þú fyllist hins vegar nýjum krafti í þessari viku, ferð á viðburði, hittir fólk og hendir náttfötunum og flísinu í langþráðan þvott. Þú finnur fyrir áður óþekktu hugrekki sem á eftir að koma þér á nýja staði.

Afmælisbörn vikunnar

19. janúar – María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play, 38 ára
20. janúar – Sigtryggur Magnason listamaður, 46 ára
21. janúar – Leoncie tónlistarkona, 53 ára
22. janúar – Gunnar Björn Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, 48 ára
23. janúar – Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður, 68 ára
24. janúar – Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari, 59 ára
25. janúar – Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, 48 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.