Einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr og kærasti hennar, Ingimar Elíasson, eignuðust son í vikunni. Er þetta fyrsta barn þeirra saman en Ingimar á eitt barn úr fyrra sambandi. DV ákvað því að lesa í stjörnumerkin og athuga hvernig nýbökuðu foreldrarnir eiga saman.
Margrét er vatnsberi en Ingimar er bogmaður. Hér blandast saman hugsjónir vatnsberans og þekking bogmannsins þannig að þetta samband er fullt af sköpunarkrafti. Vissulega geta vatnsberinn og bogmaðurinn orðið heltekin af keppnisskapi en eitt er víst – það er alltaf stuð í kringum parið.
Undir rómantíkinni og ástinni hvílir frábær vinátta. Margrét og Ingimar eiga mjög auðvelt með að eiga samskipti hvort við annað og þau eru einnig mjög lífsglöð. Saman eiga þau frábærar stundir og geta svo sannarlega náð flugi á vængjum hvort annars.
Bogmaðurinn laðast að sjálfstæði, sýn og sköpun vatnsberans á meðan vatnsberinn elskar frumkvæði og snilligáfu bogmannsins. Það eru í raun ekki miklir árekstrar í þessu sambandi vegna djúps skilnings aðilanna á hvor öðrum. Þannig að sköpun, samskipti og lífsgleði einkenna þetta samband sem getur lifað góðu lífi um ókomin ár.
Margrét Edda
Fædd: 16. febrúar 1989
Vatnsberi
-frumleg
-sjálfstæð
-mannvinur
-framsækin
-flýr tilfinningar
-feimin
Ingimar
Fæddur: 7. desember 1983
Bogmaður
-örlátur
-hugsjónamaður
-húmoristi
-framtakssamur
-óþolinmóður
-lofar upp í ermina á sér