fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025

Instagram-fyrirsæta sýnir hvað fimm klukkutímar geta breytt miklu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski áhrifavaldurinn Katrina Irby deildi nýlega tveimur myndum á Instagram. Það eru aðeins fimm klukkutímar á milli þess að myndirnar eru teknar en mikill munur er á Katrinu. Á fyrri myndinni er hún með flatan maga en á seinni myndinni er hún með útþanin maga.

https://www.instagram.com/p/B7NXqiKBwlw/

Katrina, 29 ára, hefur verið opinská um magaþembu sem hún hefur glímt við. Magaþemba er ásigkomulag þar sem maginn virðist óþægilega fullur og spenntur og getur verið  bólginn og útþaninn.

Hún segist hafa byrjað kvöldið „útlítandi eins og nammi“ en endað það eins og hún væri „komin sex mánuði á leið.“

„Þetta er eftir að sitja í bíl í yfir þrjá tíma í Spanx aðhaldsbuxum, drekka allt of mikið af vatni því ég var svo svöng og síðan borða of mikið af japönskum mat eftir að hafa óvart svelt mig,“ segir Katrina.

„Og svo innan við klukkutíma eftir að ég kom heim, slakaði á og fór úr þessum þröngu fötum var maginn minn venjulegur aftur. Það er klikkað hvernig líkaminn virkar.“

https://www.instagram.com/p/B6DMInlhJzT/

Katrina segir að fólk eigi ekki að taka færsluna alvarlega heldur var hún að gera létt grín af því hvernig líkami hennar liti út.

„Hafið það í huga að allir líkamar eru ólíkir þannig ekki dæma ykkar líkama vegna einhvers annars.“

https://www.instagram.com/p/B6uXJAiBmMr/

Katrina er með yfir milljón fylgjendur á Instagram og vakti færslan mjög jákvæð viðbrögð hjá fylgjendum hennar. Katrina er dugleg að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á Instagram og deilir óbreyttum myndum af líkama sínum.

Sjá einnig: „Raunveruleg“ mynd Instagram-fyrirsætu slær í gegn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.