fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 12:00

Cristina. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristina Villegas er strippari og heldur einnig úti vinsælli YouTube-rás. Hún gefur fylgjendum sínum innsýn í líf sitt sem strippari og í nýjasta myndbandinu leyfir hún áhorfendum að fylgja sér á nýársdag. Cristina vinnur nýárskvöld og gefur öðrum konum sem eru í sama bransa og hún ráð að vinna nýárskvöld, því venjulega eru fáir að vinna og mikið að gera. Þar af leiðandi mikið upp úr kvöldinu að hafa.

Í lok kvöldsins lýsir Cristina vaktinni og segir frá ógnvekjandi atviki.

„Ég er reglulega spurð hvort það komi mjög óþægilegir eða skrýtnir gaurar til mín í vinnunni og ég viti ekki hvað ég eigi að gera í þeim aðstæðum. Það friggin gerðist fyrir mig í dag.  Alveg í lok vaktarinnar, þegar það voru aðeins 20 mínútur í að staðnum yrði lokað, vildi viðskiptavinur fara í kampavínsherbergið með mér í klukkutíma. Það var ekki hægt en yfirmaður minn leyfði okkur að fara inn í 15 mínútur. Þetta voru bókstaflega verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns. Mér leið eins og þetta væri klukkutími. Bara hvernig hann var að snerta mig og allt svoleiðis. Mér leið svo óþægilega. Mér fannst hann bókstaflega vera týpan til að drepa þig eða eitthvað. Ég veit það ekki, þetta var mjög ógnvekjandi tilfinning. Ég hata að vera í svona aðstæðum,“ segir Cristina og bætir við að það eru myndavélar inn í herbergjunum.

„Þú getur líka farið fram og látið einhvern vita. En ég er rosalega hljóðlát týpa í alvörunni, ég er frekar feimin og huglítil […] En ekkert slæmt gerðist en mér leið mjög illa.“

Cristina segist hafa talað við „mömmu“ strippstaðarins (e. house-mom) um þetta.

„Hún sagði að þetta væri ekki í lagi og mér ætti aldrei að líða eins og ég væri ekki örugg.“

Cristina endar myndbandið á því að telja seðlana sem hún fékk yfir kvöldið. „Ég þénaði 102 þúsund krónur fyrir fimm klukkutíma,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Galið að skoða launatölurnar frá 1999 – Ótrúleg hækkun

Galið að skoða launatölurnar frá 1999 – Ótrúleg hækkun
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.