Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Bragi Þór Hinriksson eignuðust nýverið dreng, sitt fyrsta barn saman. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman.
Bæði eru þau tvíburar, Bragi fæddur 8. júní og Helga níu dögum síðar, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er líf og fjör í þessu sambandi því það er líkt og fjórar manneskjur komi saman, ekki aðeins tvær.
Þessi tvö verða fljótt leið á einhverju og þurfa mikla andlega örvun. Þau virka vel saman þar sem þau geta hent hugmyndum á milli, kenningum og krefjandi verkefnum. Tvíburinn þráir frelsi og alls kyns tjáningar og því geta Helga og Bragi náð sínum hæstu markmiðum saman, því þau eru svo sterk saman.
Þau eru vel menntuð og gáfuð. Þá eru þau einnig afar góð í selskap og eru yfirleitt hrókar alls fagnaðar. Ef þau ná að forðast að fara í samkeppni við hvort annað og frekar vinna saman þá verður þetta ástarsamband afar langlíft og farsælt.
Bragi
Fæddur: 8. júní 1974
Tvíburi
-með góða aðlögunarhæfni
-skapandi
-fljótur að læra
-blíður
-óákveðinn
-stressaður
Helga
Fædd: 17. júní 1979
Tvíburi
-húmoristi
-mannvinur
-forvitin
-ástúðleg
-stressuð
-ekki samkvæm sjálfri sér