Fyrrum tennisstjarnan Jelena Dokic segir frá því hvernig henni tókst að missa 53 kíló á aðeins átján mánuðum.
Jelena hætti í tennis árið 2014. Hún er nú aftur komin í sömu þyngd og hún var þegar hún var að keppa í tennis, 67 kíló.
Hún segist ekki lengur þurfa að eyða dögum sínum í „felum“ heima hjá sér því hún „vildi ekki fara út úr húsi.“
Jelena deilir fyrir og eftir mynd á Instagram síðu sinni.
„Þetta hefur verið aldeilis ferðalag fyrir mig síðustu átján mánuði,“ skrifar hún í færslunni.
„Ég hef verið mjög opin um þyngdarerfiðleika mína og hef ákveðið að fara yfir þetta ferli opinberlega. Það var ekki alltaf auðvelt en ekkert sem er einhvers virði er auðvelt. Fyrsta skrefið var erfiðast.“
Jelena segist hafa átt sína slæmu daga þar sem hún trúði ekki að hún gæti orðið heilbrigðari og komið sér í betra form.
„Ég er svo ánægð að segja að núna, átján mánuðum seinna, er ég 53 kílóum léttari og það sem er enn merkilegra þá hef ég misst 31 kíló síðustu 12 mánuði.“ Hún missti 22 kíló fyrsta hálfa árið. Hún segir að það hafi verið erfitt að ná síðustu 30 kílóunum af sér.
„Þessi síðustu 30 kíló voru erfið,“ segir hún.
Jelena þakkar þyngdartapsprógramminu Jenny Craig fyrir hjálpina.
„Það er auðvelt að fylgja prógramminu þeirra. Maturinn er ljúffengur og maður fær ótrúlegan stuðning og ráð. Ég hef farið frá því að hafa ekkert sjálfstraust og fela mig heima, ekki viljað fara út úr húsi, í það að virkilega njóta lífsins.“
Íþróttastjarnan er spennt fyrir komandi tímum og vill halda áfram að fylgja heilbrigðum lífsstíl. Hún vonast til að hennar saga verði öðrum innblástur, sama hver markmið þeirra eru.
„Þú getur það, láttu vaða.“
https://www.instagram.com/p/B6zw6N8p271/