fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Instagram blokkar færslur um megrunarvörur og fegrunaraðgerðir fyrir 18 ára og yngri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2019 10:00

Kardashian systur augýsa oft megrunarvörur á sínum miðlum. Nú munu börn og unglingar ekki sjá auglýsingarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram olli usla fyrr á þessu ári þegar samfélagsmiðillinn tilkynnti að hann ætlaði að fela „like“ fyrir notendum til þess að sporna við félagslegri pressu. Ástæðan fyrir því er að bæta upplifun notenda og bregðast við umræðu um aukna vanlíðan fólks á samfélagsmiðlinum.

Nú hefur Instagram ákveðið að gera lífið enn erfiðara fyrir áhrifavalda með því að blokka færslur um fegrunaraðgerðir og megrunarvörur fyrir notendum yngri en átján ára.

Það er ekki hægt að neita því að á Instagram eru stanslausar myndir af áhrifavöldum sem hafa fengið greitt fyrir að auglýsa allt frá varafyllingum yfir í te sem á að láta öll aukakílóin fjúka á nokkrum dögum.

Þetta mun nú blasa við einstaklingum yngri en átján ára ef færslan er um megrunarvörur eða fegrunaraðgerðir.

En nú munu börn og unglingar, sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum auglýsingum, ekki sjá færslurnar.

„Við viljum að Instagram sé jákvæður staður fyrir alla sem nota samfélagsmiðillinn og hluti af okkar stefnu er að draga úr pressunni sem er tilkomin vegna samfélagsmiðla,“ segir Emma Collins, talsmaður Instagram.

Leikkonan Jameela Jamil hefur verið mjög gagnrýnin á stjörnur sem auglýsa megrunarvörur. Hún hefur meðal annars gagnrýnt Khloé Kardashian, Amber Rose og Kim Kardashian fyrir að auglýsa megrunarvörur eins og sleikjó sem á að minnka matarlyst.

„Eftir að hafa öskrað, gargað og skrifað undir undirskrifalista, þá höfum við fengið athygli þeirra sem eru á toppnum, þau hafa hlustað á okkur og vilja vernda okkur,“ skrifaði Jameela á Instagram.

„Þetta er aðeins byrjunin. Eins og er, ef þú ert undir átján ára, þá sérðu ekki lengur megrunar/detox vörur, og fyrir aðra aldurshópa þá verður auðvelt að tilkynna færslur þar sem haldið er fram óraunhæfum fullyrðingum um slíkar vörur. Ég hef verið að vinna með Instagram allt árið í átt að þessu markmiði, og þau voru frábær. Þau vilja skapa öruggara rými fyrir okkur á netinu.“

https://www.instagram.com/p/B2j3XdWl_lG/

Hvað segja lesendur við fréttunum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.