fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Instagram blokkar færslur um megrunarvörur og fegrunaraðgerðir fyrir 18 ára og yngri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2019 10:00

Kardashian systur augýsa oft megrunarvörur á sínum miðlum. Nú munu börn og unglingar ekki sjá auglýsingarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram olli usla fyrr á þessu ári þegar samfélagsmiðillinn tilkynnti að hann ætlaði að fela „like“ fyrir notendum til þess að sporna við félagslegri pressu. Ástæðan fyrir því er að bæta upplifun notenda og bregðast við umræðu um aukna vanlíðan fólks á samfélagsmiðlinum.

Nú hefur Instagram ákveðið að gera lífið enn erfiðara fyrir áhrifavalda með því að blokka færslur um fegrunaraðgerðir og megrunarvörur fyrir notendum yngri en átján ára.

Það er ekki hægt að neita því að á Instagram eru stanslausar myndir af áhrifavöldum sem hafa fengið greitt fyrir að auglýsa allt frá varafyllingum yfir í te sem á að láta öll aukakílóin fjúka á nokkrum dögum.

Þetta mun nú blasa við einstaklingum yngri en átján ára ef færslan er um megrunarvörur eða fegrunaraðgerðir.

En nú munu börn og unglingar, sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum auglýsingum, ekki sjá færslurnar.

„Við viljum að Instagram sé jákvæður staður fyrir alla sem nota samfélagsmiðillinn og hluti af okkar stefnu er að draga úr pressunni sem er tilkomin vegna samfélagsmiðla,“ segir Emma Collins, talsmaður Instagram.

Leikkonan Jameela Jamil hefur verið mjög gagnrýnin á stjörnur sem auglýsa megrunarvörur. Hún hefur meðal annars gagnrýnt Khloé Kardashian, Amber Rose og Kim Kardashian fyrir að auglýsa megrunarvörur eins og sleikjó sem á að minnka matarlyst.

„Eftir að hafa öskrað, gargað og skrifað undir undirskrifalista, þá höfum við fengið athygli þeirra sem eru á toppnum, þau hafa hlustað á okkur og vilja vernda okkur,“ skrifaði Jameela á Instagram.

„Þetta er aðeins byrjunin. Eins og er, ef þú ert undir átján ára, þá sérðu ekki lengur megrunar/detox vörur, og fyrir aðra aldurshópa þá verður auðvelt að tilkynna færslur þar sem haldið er fram óraunhæfum fullyrðingum um slíkar vörur. Ég hef verið að vinna með Instagram allt árið í átt að þessu markmiði, og þau voru frábær. Þau vilja skapa öruggara rými fyrir okkur á netinu.“

https://www.instagram.com/p/B2j3XdWl_lG/

Hvað segja lesendur við fréttunum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.