Sally Mustang, frá Ástralíu, tilkynnti nýlega á Instagram-síðu sinni að hún ætti von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mitch Gobel.
Sally er, eða réttara sagt var, með tæplega 300 þúsund fylgjendur á miðlinum. Aðganginum hennar var eytt eftir að hún deildi mynd sem var talin of „kynferðisleg.“
Á myndinni var hún nakin í baði og var óléttubumban í aðalhlutverki. Myndin var tilkynnt og eyddi Instagram henni í kjölfarið út og sagði hana vera of kynferðislega, en ekki sást í kynfæri og hélt Sally fyrir brjóstin sín með hendinni.
https://www.instagram.com/p/B2C3G0bp_OI/
Hún opnaði sig um málið á Instagram-síðu Mitch, eiginmanns síns, semer með um 215 þúsund fylgjendur. Hún sagðist vera hrædd um framtíð sína en hún fær tekjur sínar frá samfélagsmiðlum.
„Ég er svo sár í hjartanu og ég er rosalega hrædd,“ sagði Sally.
„Ég er komin fimm mánuði á leið og allt lífsviðurværi mitt er horfið […] Þetta eru minningar mínar, rödd mín, samfélag mitt, fjölskylda mín og atvinna mín. Þetta er allt horfið. Og að vera komin fimm mánuði á leið og að þurfa að aðlagast þessari breytingu finnst mér vera svo ósanngjarnt. Mér finnst þetta svo harkalegt að ég verð að stíga fram og tala um þetta.“
https://www.instagram.com/p/B2bXcqUA-y8/
Eftir að Instagram-aðgangi hennar var eytt bjó hún til nýjan aðgang og þakkaði fyrir stuðninginn: „Það er búin að hóta því að eyða Instagram-aðgangi Mitch þannig við ætlum að taka því mjög rólega hérna næstu daga.“
https://www.instagram.com/p/B2dC7iwge7y/
Mitch deildi sjálfur færslu á sínum aðgangi þar sem hann sagði að þau væru að reyna að fá upprunalegan aðgang Sally aftur á Instagram, en þeirri færslu hefur verið eytt.
„Ef ég og Sally missum bæði Instagram-síðurnar okkar, þá missum við miklu meira í raunheiminum,“ sagði Mitch samkvæmt Kidspot.
Sally og Mitch tilkynntu um væntanlegt barn á Instagram í síðustu viku. Þau halda einnig úti síðunni Sex is Art, þar sem þau deila kynlífssögum sínum með aðdáendum.