Jenna Jameson, ketó-drottning og fyrrverandi klámstjarna, nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Þar deilir hún ýmislegu tengdu ketó-mataræði, heilsu og útliti.
Í nýlegri færslu sýnir hún muninn á raunveruleikanum og Instagram.
„Instagram vs. raunveruleikinn. Líf mitt samanstendur af endalausum mömmuhlutum, með engum tíma fyrir mig sjálfa. Ég er að vinna á Poshmark (þjónustuverið er fyrir mig) og ég er með ekkert næði. Ég myndi ekki skipta þessu fyrir HEIMINN,“ skrifar Jenna með myndunum.
Jenna hefur áður vakið athygli á glansmynd samfélagsmiðla og sýndi hvernig sjónarhorn getur skipt máli. Hún hlaut mikið lof fyrir að deila þeim myndum og sýna líkama sinn á alls konar máta.
Sjá einnig: Jenna Jameson sýnir hvernig sjónarhorn skiptir miklu máli