Gildir 21.–27. júlí
Hrútur
21. mars–19. apríl
Nú skaltu hætta að fresta öllu og finna metnaðinn á ný. Þú finnur hvað það gefur þér mikið að ráðast á hlutina og ekkert múður! Gamalt mál, sem þú varst að vinna í, skýtur aftur upp kollinum og leysist á ótrúlegan hátt.
Naut
20. apríl–20. maí
Það er spennandi ferðalag framundan en þú nærð ekki almennilega að hlakka til því þú hefur svo miklar áhyggjur af vinnunni. Enginn er ómissandi og þú mátt alveg láta vinnufélagana finna fyrir því hve mikið þú í raun gerir.
Tvíburar
21. maí–21. júní
Þú finnur fyrir aukinni kynhvöt og skammast þín fyrir að tala um það. Ekki skammast þín! Láttu frekar maka þinn vita og hafið gaman saman. Ef þú ert einhleyp/ur gildir hið sama – talaðu um hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki og kynlífið blómstrar.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Það fylgir krabbanum aukin orka þessa dagana. Ef þú ert í sambandi með einhverjum sem er búinn að draga þig á asnaeyrunum þá hefurðu loksins orku og þor til að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Það er allt eða ekkert!
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Nú þarf ljónið að forgangsraða. Þú hefur tekið of mikið að þér og þótt þú hatir að segja nei, þá verður þú að gera það. Þú virðist vera að reyna að fylla eitthvert tómarúm og það er mjög mikilvægt að þú áttir þig á því hvað það er.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Þér vegnar vel þessa dagana og nú er tími til kominn að þú skoðir þín mörk og hve langt þú kemst. Ef þú ert í sambandi þá skaltu segja maka þínum hvað þig langar að gera í sumar, næstu fimm árin, til eilífðar. Þið eruð sterkari tvö saman.
Vog
23. sept–22. okt
Það eru miklar breytingar í kortunum fyrir vogir, hvort sem það er í vinnu, flutningar eða ferðalög. Um leið endurmetur þú lífið og sambönd þín, bæði við fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Þetta er spennandi tími sem mun leiða af sér enn betra líf.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Í vinnunni skaltu varast að líta á utanaðkomandi einstaklinga sem ógn. Þessir einstaklingar, eða einstaklingur, geta hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Þú lærir mikilvæga lexíu um samvinnu í vikunni og að dæma ekki bók af kápunni.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Þú elskar að plana og hafa allt í röð og reglu. Þú ert hins vegar í nánu sambandi við einhvern sem lætur allt ráðast. Þetta fer í taugarnar á þér og þú þarft að standa fast á þínu svo ekki sé traðkað á gildum þínum.
Steingeit
22. des–19. janúar
Þú hefur unnið mjög mikið að vissu máli undanfarnar vikur, jafnvel mánuði, og loksins sérðu ávöxt erfiðisins. Færð jafnvel að smakka á honum. Staldraðu við og hreyktu þér af því sem þú hefur áorkað – það ber ekki vitni um sjálfselsku eða hroka.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Nú þarf vatnsberinn smá slökun og frí. Þú hefur stundað partíin og veislurnar og nú þarftu að segja stopp. Þú nærð nefnilega ekki að njóta stundarinnar eða afreka þinna ef þú ert stanslaust á fullu. Fjölskyldan má heldur ekki vera í síðasta sæti.
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Þú kemur góðum vini til hjálpar og færð það margfalt borgað til baka. Í framhaldinu færðu áhugavert og skemmtilegt verkefni sem getur gefið mjög vel í aðra hönd hvað varðar vellíðan og gleði – það er stundum betra en peningar, sem geta þó líka fylgt þessu verkefni.
22. júlí – Kristófer Helgason útvarpsmaður, 49 ára
23. júlí – Júlía Margrét Einarsdóttir skáld, 32 ára
24. júlí – Dóra María Lárusdóttir knattspyrnukona, 34 ára
25. júlí – Gunnar Leó Pálsson, trommari og frasasmiður, 30 ára
26. júlí – Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, 57 ára
27. júlí – Kolbeinn Tumi Daðason fjölmiðlamaður, 37 ára