fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 14. til 21. júlí

stjornuspa

Hrútur
21. mars – 19. apríl
Rómantíkin er alls ráðandi í vikunni og þú finnur fyrir aukinni væntumþykju og hrifningu í garð maka þíns. Einhleypir hrútar kolfalla fyrir manneskju sem þeir áttu síst von á að falla fyrir. Gamalt mál skýtur uppi kollinum. Má sem þú hélst að þú værir búinn að gera upp en ýfir upp gömul sár. Þú þarft að takast á við það og ljúka því í eitt skipti fyrir öll.

stjornuspa

Naut
20. apríl – 20. maí
Þú færð spennandi tækifæri sem getur gefið vel í aðra höndina ef þú heldur rétt á spilunum. Þér finnst þú vera skynsamari með peninga og átt allt í einu meira í veskinu en vanalega. Þú ákveður að taka heilsuna föstum tökum og finnur þér hreyfingu sem þú gætir enst í, jafnvel keppt í. Passaðu upp á samskipti við þína nánustu – ekki tala undir rós.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí – 21. júní

Þú finnur fyrir sterkri löngun að koma á röð og reglu í lífi þínu. Þú vilt berjast fyrir því sem þú átt og ekki láta fólk vaða yfir þig, hvorki heima fyrir né í vinnunni. Þú þarft að fara að vinsa þá út úr lífi þínu sem gera þér ekkert gott. Svo kemur upp eitthvað leiðindamál tengt fjölskyldunni sem þú neyðist til að horfast í augu við, þó það sé erfitt.

stjornuspa

Krabbi
22. júní – 22. júlí

Svo virðist sem krabbinn sé aðeins að hreinsa til í kringum sig. Þú hefur átt í sambandi við manneskju um langa hríð, annað hvort vinasambandi, í atvinnutilgangi eða í einkalífinu, og þú ákveður að losa þig við þessa manneskju úr lífinu þínu. Í framhaldinu ert þú minna opinn og móttækilegur fyrir nýju fólki. Það er þó bara um tíma.

stjornuspa

Ljón
23. júlí – 22. ágúst

Þú ert búinn að halda einhverju fyrir þig í svolítinn tíma, einhverju sem þú hefur ekki þorað að deila með öðrum. Þetta leyndarmál tengist þér óbeint og loks í þessari viku finnurðu kjark til að létta af þér. Þú átt fullt af góðu fólki í kringum þig sem styður þig og þér líður margfalt betur þegar þú ert búinn að losa um leyndarmálastífluna.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst – 22 .september

Það er ofboðslega mikið slúður í kringum þig og baktal, sem fer einstaklega mikið í taugarnar á þér og hefur alltaf gert. Þú hagar þér ekki svona sjálf en mundu að það er erfitt að breyta öðrum. Þú getur aðeins breytt þér. Þú finnur það vel í þessari viku hverjir eru vinir þínir og hverjum þú getur treyst í gegnum þykkt og þunnt. Erfið lexía en mikilvæg.

stjornuspa

Vog
23. september – 22. október

Það er gríðarlega miklar breytingar í kortunum hjá þér og þér fallast pínulítið hendur yfir þeim. Hugsaðu frekar um þær sem jákvætt skref fram á við því hugsanlega er eitthvað sem bíður þín handan við hornið. Þetta er einnig góður tími til að líta inn á við og vinna í þér sjálfri til að bæta líðan þína almennt.

stjornuspa

Sporðdreki
23. október – 21. nóvember

Þér finnst þú vera einn á báti um þessar mundir. Það eru breytingar allt í kringum þig sem leiða þig að þeirri hugsun að þú vitir í raun ekkert hvað þú átt að gera við líf þitt. Heimurinn er samt að öskra á þig að hugsa um þig sjálfan, ekki láta utanaðkomandi breytingar koma þér úr jafnvægi og einblína á það sem skiptir þig mestu máli í lífinu.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóvember – 21. desember

Þú virðist vera að jafna þig á ástarsorg eða að læra að elska á nýjan leik. Þig langar að elska einhvern af öllu hjarta en þetta er ekki rétti tíminn. Svo skaltu alls ekki taka á þig meiri vinnu en þú hefur nú þegar gert. Þú þarft að fría meiri tíma fyrir sjálfan þig og einfaldlega hvílast. Ef þú heldur áfram á sama hraða gætir þú slasað þig, andlega eða líkamlega.

stjornuspa

Steingeit
22. desember – 19. janúar

Þú ert að keppast um eitthvað starf sem þig langar mikið í. Því leggur þú gífurlega hart að þér svo fólk taki eftir þér. Þú hvetur einnig fólkið í kringum þig og býrð til skemmtilegt andrúmsloft hvert sem þú kemur. Sambandið við fjölskylduna er afar gott og þú nærð að ná góðu jafnvægi á milli þessarar miklu vinnu og einkalífsins.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberinn ætlar svo sannarlega að lifa lífinu í þessari viku. Þú breytir til og nýtur góðs matar, drykkja og ferðalaga. Þú verður sífellt öruggari með að prófa nýja hluti og þetta uppbrot úr hversdagsleikanum gerir þér mjög gott. Þú hugsar vel um þig sjálfan og mættir halda því áfram um ókomna tíð.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar – 20. mars

Þú stendur frammi fyrir stórri ákvörðun í þessari viku og tekur mjög skynsamlega ákvörðun. Þú hættir að hugsa allt með hjartanu og leyfir þér að verða pínulítið Excel-skjal í smá tíma. Það á eftir að koma sér vel. Þú ert aðeins orkuminni en vanalega og þarft hugsanlega að breyta þeirri hreyfingu sem þú hefur stundað upp á síðkastið. Minnka hana aðeins.

Afmælisbörn vikunnar

14. júlí: Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, 32ja ára
15. júlí: Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, 71 árs
17. júlí: Hanna Rún Bazev Óladóttir, dansari, 29 ára
19. júlí: Aron Pálmarsson, handboltamaður, 29 ára
20. júlí: Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, 31 árs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.