fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Daður með dimman undirtón og óvænt símtal með afleiðingar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 24. til 30. júní

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Þú fékkst nýverið hugmynd sem þér finnst ansi snjöll og þig langar mikið til að gera þessa hugmynd að veruleika. Þú ert handviss um að hún gæti verið arðbær en skoðaðu málið vel áður en þú ferð að fjárfesta tíma og peningum í þetta verkefni. Fáðu álit hjá fólki sem þekkir frumkvöðlastarfsemi og þann bransa sem þú ert að spá í að hella þér út í. Taktu gagnrýni þeirra og ráðum og settu hugmyndina ef til vill á ís í smá tíma.

Það er nefnilega búið að vera mikið að gera hjá þér að undanförnu og það væri kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að taka að sér nýtt verkefni sem krefst 100 prósent athygli og ástríðu.

Talandi um ástríðu, manneskja sem þú þekkir ágætlega byrjar að gefa þér hressilega undir fótinn, að því er virðist alveg upp úr þurru. Þú nýtur athyglinnar en hafðu augun í hnakkanum því þetta daður er ekkert endilega bara vel meint.

Happadagur: Miðvikudagur
Lukkutölur: 22, 34, 81

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú stendur frammi fyrir afskaplega erfiðri ákvörðun í vinnunni sem þú þarft að taka í þessari viku því þú ert búinn að fresta því frekar lengi. Nú verður þú að taka af skarið, elsku naut, því frestunaráráttan þín getur stundum haft afar slæmar afleiðingar í kringum þig. Þú veist í hjarta þínu hvað er rétt – þú þarft bara að ganga skrefið til fulls.

Í einkalífinu langar mig að biðja þig um að hlusta betur á þá sem standa þér nærri. Stundum veður þú áfram og vilt ákveða allt fyrir alla en það er hins vegar ekki að afla þér neinna vinsælda innar fjölskyldunnar. Lærðu að hlusta á þá sem þú elskar og virtu þeirra óskir og þrár. Þetta snýst allt um samningaviðræður – að gefa og taka. Mundu það.

Annars er vikan frekar björt hjá nautinu og sumarið býður upp á mikið af útiveru sem hentar þér mjög vel. Mundu líka að hvílast vel og taka frá tíma til að gera ekki neitt. Það þarf ekki alltaf að vera stuð og þeytingur.

Happadagur: Mánudagur
Lukkutölur: 9, 11, 50

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Mér líður eins og bilaðri plötu en tvíburinn minn kæri, þú verður að hætta að láta vinnuna í fyrsta sæti. Það gengur ekki lengur. Þú ert ekki ómissandi og þú mátt alveg deila verkefnum betur út til undirmanna. Þessi vinnuást er að hafa ofboðslega slæmar afleiðingar á fjölskyldulífið og ef óbreytt ástand heldur áfram gætir þú einn daginn vaknað upp við vondan draum – án mikilvægustu manneskjanna í lífinu þínu.

Þú ert ekki ánægður á vinnustaðnum þínum og ég mæli með því að þú farir alvarlega að hugsa um hvort þú vilt prófa eitthvað nýtt. Það gæti gert þér rosalega gott að breyta um umhverfi og jafnvel axla minni ábyrgð því ábyrgð fer þér ekkert ofsalega vel.

Svo er ferðalag í vændum. Eitthvað óvænt með skemmtilegum ferðafélögum. Þessi ferð á eftir að reyna á þolrifina en á einnig eftir að gera þér mikið gott og kenna þér á mikilvægi góðra samskipta.

Happadagur: Sunnudagur
Lukkutölur: 12, 29, 55

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Yndislegi krabbi, það er svo gaman að vera í kringum þig. Þú gefur svo mikið af þér til allra og ert hrókur alls fagnaðar. Hins vegar mættir þú vanda val á fólkinu í kringum þig því það kemur að því að þú brennur út ef þú gefur og gefur en færð ekkert til baka.

Í vikunni færðu ansi hreint hressandi símtal frá manneskju sem þú þekktir vel á þínum yngri árum. Hún gerir þér tilboð sem þú getur ekki hafnað og þú ættir einmitt ekkert að hafna því. Þú ert fullkominn í verkefnið sem þessi manneskja hefur í huga og tímapunkturinn kjörinn fyrir þig að stökkva á tækifærið.

Einhleypir krabbar eru að upplifa mikla og sterka sumarást og það er fátt fallegra. Hafðu í huga að slík ást lifir oft aðeins út sumarið og algjör óþarf að gera sér einhverjar framtíðarvæntingar. Stundum má bara hafa gaman – án allra skuldbindinga.

Happadagur: Þriðjudagur
Lukkutölur: 4, 15, 27

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Ef þú ert í sambandi þá ertu búinn að hengja þig aðeins of mikið á makann síðustu misseri. Þú ert búinn að missa tengsl við mikið af vinum og vinkonum en nú verður breyting á. Þú einsetur þér að gefa þér tíma til að hitta þá sem hafa ávallt stutt þig og staðið með þér og það er dásamlegt. Það er nefnilega þannig með góða vini að oft þarf ekki að hittast eða tala svo mánuðum skiptir en gamli, góði vinaneistinn er alltaf lifandi. Stundum þarf maður bara að hafa meira fyrir því að blása aðeins í hann svo hann slokkni ekki alveg.

Þig dreymir um sumarfrí og það styttist heldur betur í það. Eina sem skemmir fyrir að þér finnst er skortur á peningum til að gera það sem þú vilt. Ekki hugsa í vandamálum – hugsaðu í lausnum. Þú átt bara x mikið til að eyða og þá skaltu vinna í kringum þann fjárhag. Það gæti komið þér á óvart hvað er mikið hægt að gera fyrir lítið og hve skemmtilegar minningar er hægt að skapa án þess að hafa mikið á milli handanna.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 3, 17, 99

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Þú færð einhverja uppljómun vinnulega séð. Hvort sem það er nýtt tækifæri eða stefna á þeim vinnustað sem þú ert á núna eða nýtt atvinnutækifæri, þá er þetta allavega rosalega mjög spennandi. Þú nefnilega býrð yfir miklum krafti meyjan mín og rödd þín þarf að heyrast.

Þessi uppljómun breytir ansi miklu í kringum þig, ekki síst einkalífinu sem blómstrar sem aldrei fyrr. Það er nefnilega magnað hvað vinnan getur haft mikil áhrif á mann og þegar þú ert komin á rétta braut hefurðu mun meiri tíma til að njóta ástarinnar sem hefur umlukið þig.

Einhleypar meyjur ættu samt að hafa augun í hnakkanum því ekki er allt sem sýnist þegar kemur að nýrri manneskju í þínu lífi sem sýnir þér mikinn áhuga.

Happadagur: Fimmtudagur
Lukkutölur: 7, 14, 92

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Nú er kominn tími fyrir þig, kæra vog, að fara aðeins yfir lífið þitt í dag, finna hvað það er sem veldur þér mestri streitu og breyta því þannig að þú getir lifað áhyggjulausara lífi. Þú hjálpar nefnilega engum ef þú ert orðinn streitubolti.

Þú verður líka að einblína aðeins á heilsuna til tilbreytingar. Farðu í sund, í göngutúra eða dittaðu að garðinu. Haltu þér á hreyfingu í að minnsta kosti hálftíma á dag og þú finnur rosalega mikinn mun á andlegri heilsu.

Svo er einn vinur eða samstarfsfélagi sem hefur reynst þér gríðarlega vel undanfarið og þú hefur ekki náð að þakka honum almennilega fyrir. Þú skalt endilega gera það – hvort sem það er í orði eða í gjöf. Þessi manneskja á eftir að meta það mikils og þér líður betur með að hafa sýnt henni hve mikils metin hún er.

Happadagur: Þriðjudagur
Lukkutölur: 8, 24, 77

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Vavavavúmm! Vikan byrjar með hvelli fyrir einhleypa sporðdreka. Það er manneskja sem þú laðast að á hátt sem þú hefur ekki fundið fyrir áður. Þú reynir oftast að halda andliti og fela þig á bak við þykkan skráp en núna afvopnast þú algjörlega, og það er bara allt í lagi. Leyfðu þér að njóta hrifningarinnar og allra tilfinninganna sem fylgja.

Þar sem ást og hrifning er alls ráðandi í vikunni verða lofaðir sporðdrekar að passa sig aðeins á nákvæmlega því. Lofaðir sporðdrekar nefnilega hitta líka manneskju sem nær að gera þá orðlausa af ástríðu og þá skiptir máli að setja brynjuna upp og eyðileggja ekki gott og traust samband fyrir stundargaman.

Þú nælir þér í einhverja bévítans sumarpest mitt í allri rómantíkinni og þá er gott fyrir sporðdrekann að prófa fyrst nokkur húsráð frá sér eldra fólki frekar en að demba sér strax í verkjalyfjakokteil.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 10, 23, 59

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Þú ert eitthvað óviss með ástarsamband sem þú ert í, sem er frekar nýtt af nálinni. Hættu að reyna að fylla í eyðurnar og reyna að ímynda þér hvað hin manneskjan er að hugsa. Talaðu frekar við hana og athugaðu hvort það er einhver framtíð í þessu sambandi. Ef ekki, þá er best að þú hættir þessu strax ef væntingar þínar voru aðrar.

Þú ert mikið að velta fyrir þér einhverri ferð utan landsteinanna og þú ert að spá í að fara einn, elsku bogmaðurinn minn. Það er einhver viðburður sem þú vilt sækja erlendis og þér gengur erfiðlega að finna makker til að fara með. Ég segi bara: Farðu einn! Það er svo gefandi að ferðast einn og þurfa að redda sér alveg sjálfur. Svo ekki sé talað um hve dásamlegt það er að þurfa ekki alltaf að plana daginn út frá einhverjum öðrum heldur ráða algjörlega för.

Happadagur: Miðvikudagur
Lukkutölur: 26, 61, 73

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það verður mikið um að vera hjá þér í vikunni. Þú færð mikið af góðum gestum og ert umvafin ást, steingeitin mín besta. Þú elskar að hafa nóg fyrir stafni og finnst fátt skemmtilegra en að taka á móti góðu fólki sem þú elskar og dáir. Þessi vikan einkennist af slíku stuði.

Þú ert líka meistari í að vera ein með sjálfri þér og nærð að gera svo mikið úr þessu sumri, án þess að vera á stanslausum þeytingi. Þú skalt ávallt vera þakklát fyrir þennan hæfileika og aldrei gleyma hve mikilvægt það er að kunna að vera einn. Ef maður kann það er maður aldrei einmana.

Þú færð svo óvænt símtal í lok vikunnar sem er erfitt að útskýra. Fréttirnar sem þú færð eru ekki beint gleðilegar en heldur ekki sorglegir. Það má segja að þessar fréttir veiti þér mikinn létti, þó depurðin sé ekki langt undan.

Happadagur: Sunnudagur
Lukkutölur: 44, 89, 100

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þú ert búinn að vera að taka heilsuna rækilega í gegn að undanförnu en finnur að þú fellur oftar og oftar í þá gryfju að girnast eitthvað sem er ekki gott fyrir þig. Það er allt í lagi að leyfa sér eitthvað óhollt endrum og eins, svo lengi sem þú heldur þig mest megnis á beinu brautinni. Þú þurftir nefnilega á þessari heilsu yfirhalningu að halda – aldrei gleyma því.

Heppni er besta orðið til að lýsa þessari viku hjá vatnsberanum. Þú verður svo ofboðslega heppinn með eitthvað tækifæri í vinnunni að þú trúir vart þínum eigin augum. Svo er heppnin með þér í ástarlífinu þar sem þú færð nánast allt sem þú vilt. Það liggur við að ég segi þér að kaupa happdrættismiða og freista gæfunnar, en ég er svo lítið hrifin af fjárhættuspili.

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 63, 83, 93

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Nú verður þú að slaka aðeins á, kæri fiskur. Þú ert búinn að taka alltof mikið að þér og ert nánast að bugast. Þú verður að hafa hugfast að þú þarft tíma til að sofa, borða og vera með fólki sem þér þykir vænt um – annars er ekkert gaman að þessu lífi. Það er enginn að fara að minnast þín þegar þú deyrð vegna þess að þú vannst svo mikið.

Þegar þú ert búinn að hreinsa upp óreiðuna í vinnunni og minnka aðeins álagið er komið að fjárhaginum. Þú þarft að hreinsa til þar og búa til forgangsröðun svo þú farir ekki á eyðslufyllerí.

Því næst er komið að einkalífinu. Sestu niður og búðu til lista yfir alla sem þú vilt hitta og hafa samband við – fólkið sem hefur setið á hakanum. Svo skaltu vinna þig hægt og rólega niður listann til að fá smá gleði í sálina. Traustur vinur getur gert kraftaverk.

Happadagur: Mánudagur
Lukkutölur: 11, 1, 35

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ætlar að skilja við stjörnuna eftir rúmlega eins árs hjónaband – ,,Tók það út á mér á dónalegan hátt.“

Ætlar að skilja við stjörnuna eftir rúmlega eins árs hjónaband – ,,Tók það út á mér á dónalegan hátt.“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real nálægt því að ná samkomulagi

Real nálægt því að ná samkomulagi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.