fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Rakel fékk nóg af veggnum heima hjá sér: „Þetta snýst bara um að þora og gera“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 20:00

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir fékk nóg af tómum vegg heima hjá sér. Hún ákvað að stíga út fyrir þægindaramman og mála mynd á vegginn. Rakel deildi myndum af veggnum og ferlinu í Facebook-hópinn Skreytum hús og líkuðu rúmlega 900 manns við færsluna. Hún segir frá ferlinu í samtali við DV.

Mynd t.v.: Teikningin á blaði.
Mynd t.h.: Búin að teikna á vegginn.

„Ég ákvað að gera eitthvað við þennan grámyglulega tóma vegg, bara eitthvað flippað. Ég var búin að hafa málverk á honum, myndir af fjölskyldunni og sama hvað fór á þennan vegg var ég alltaf óánægð. Svo er hrikalega ljótur dyrasími á veggnum og dyrabjöllubox sem má ekki taka. Þannig ég málaði yfir það bara,“ segir Rakel Eyfjörð.

Upphaflega ætlaði Rakel að hafa grenitré á myndinni en hún hætti við og málaði yfir þau.

„Ég á vinkonu sem er listamaður og heitir Erna Kristín og býr í Seattle í Bandaríkjunum. Hún er svakalega flottur hönnuður og var að klára eitt listaverk úti sem hún málaði fríhendis og þaðan poppaði hugmyndin. Ég hugsaði hví ekki að gera eitthvað svona til að lífga upp vegginn. Ef mér hefði fundist þetta ljótt hefði ég bara málað yfir það. Þegar ég verð orðin þreytt á þessu mála ég eitthvað nýtt.“

Rakel segir að hún byrjaði á því að vafra um netið með hugmyndir. „Ég teiknaði svo á rúðustrikað blað og „slumpaði“ teikningunni á vegginn fríhendis. Svo blandaði ég liti jafnóðum og málaði. Ég vildi hafa skýra og bjarta liti,“ segir Rakel og bætir við að upphaflega hugmyndin hafi breyst.

Hún tók mynd af veggnum á símann sinn og prófaði að teikna í forriti til að sjá aðrar útkomur.

„Grenitrén og rauði liturinn minntu mig á leikskóla svo ég tók mynd á símann og rissaði niður nokkrar hugmyndir þar til hann endaði eins og hann er núna,“ segir Rakel.

Hún hefur mjög gaman af því að breyta og „dútla“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef verið að leika mér að því að mála myndir en þetta snýst bara um að þora og gera svo kemur það bara í ljós hvernig það verður,“ segir Rakel og bætir við að hún hafi áttað sig á einu í ferlinu.

Loka útkoman.

„Ég er að fatta það núna að ég er bara þó nokkur listamaður í mér. Ég hef gert upp húsgögn, smíðað ótrúlega hluti, málað og hannað. Svei mér ætli ég sé ekki bara listamaður án gráðu eins og við erum öll. Hann býr með okkur innra þessi listræni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Auglýsing af Trent í Madríd vekur mikla athygli og umtal – Er þetta vísbending?

Auglýsing af Trent í Madríd vekur mikla athygli og umtal – Er þetta vísbending?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.