Baðherbergisvaskar Kim Kardashian og Kanye West vöktu mikla athygli fyrr í mánuðinum. Raunveruleikastjarnan veitti innsýn inn í glæsihýsi sitt í Kaliforníu í fyrsta sinn í myndbandi fyrir tímaritið Vogue.
Fjölmargir klóruðu sér í höfðinu yfir baðherbergisvöskunum, en það eru engir vaskar. Heldur aðeins blöndunartæki.
Sjá einnig: Fólk klórar sér í hausnum yfir innréttingunum heima hjá Kim og Kanye – Hvað í ósköpunum er þetta?
Kim hefur nú útskýrt hvernig vaskarnir virka og gerði það á Instagram. Hins vegar höfum við nú fleiri spurningar en við gerðum. Eins og hvar er sápan? En tannburstar?