fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024

Sex hlutir sem þú ættir að þrífa daglega

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 14:30

Svokölluð skyldulesning hér á ferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ýmislegt á heimilinu sem dregur í sig óhreinindi og bakteríur hraðar en annað og þessa hluti ætti að þrífa mun oftar en flestir gera. Hér má sjá dæmi um nokkra hluti sem ætti að þrífa á hverju degi – en samantektin birtist áður á Huffington Post.

Anddyrið

Anddyrið á heimilinu er það fyrsta sem fólk sér þegar það gengur inn og getur haft áhrif á það hvernig þér líður heima hjá þér. Hengdu lyklana upp eða hafðu þá í körfu. Hengdu útiföt á snaga. Raðaðu skónum snyrtilega. Hristu af dyramottunni. Fyrir vikið verður þú mun afslappaðri þegar þú kemur heim.

Viskustykkin

Margir nota viskustykki til að þurrka hendurnar meðan þeir elda og þrífa og nota svo sama viskustykkið til að þurrka nýþvegna diska og glös. Þetta getur auðveldlega valdið því að bakteríur myndist í viskustykkinu og mikilvægt að þvo það reglulega á hæsta hita.

Svampana

Svampar hýsa alls kyns óæskilegar bakteríur en þær má drepa með því að hita rakan svamp í örbylgjuofni í eina mínútu, stinga honum í uppþvottavélina eða sjóða hann í fimm mínútur.

Eldhúsborð og baðinnréttingar

Eldhúsborð og baðinnréttingar safna óhreinindum fljótt og örugglega. Því er best að þurrka af þeim daglega. Gott er að þrífa vaskinn vel í leiðinni. Ekki gleyma að hengja tuskurnar upp til þerris svo þær byrji ekki að úldna.

Fjarstýringar

Fjarstýringar eru einn af þessum hlutum á heimilinu sem fæstir hafa fyrir því að þrífa en þær eru morandi í bakteríum. Það ætti að þurrka af þeim daglega og sama gildir um síma.

Botninn á hliðartöskunni

Þú leggur töskuna á gólfið á kaffihúsinu, hengir hana upp á almenningssalernum, lætur hana sitja á búðarborðinu, og skellir henni síðan upp á eldhúsborðið. Þú getur rétt ímyndað þér hverju hún hefur safnað að sér á leiðinni svo það er vel þess virði að strjúka vel af henni reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirgefur Manchester United og skrifar undir á Spáni

Yfirgefur Manchester United og skrifar undir á Spáni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Freyr hafnaði liði í Meistaradeildinni – Þetta er ástæðan

Freyr hafnaði liði í Meistaradeildinni – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.