Kim Kardashian viðurkennir að hún er „frekar stressuð“ yfir komu nýjasta barns hennar og Kanye West. Þetta er fjórða barn þeirra hjóna. Fyrir eiga þau North, 5 ára, Saint, 3 ára og Chicago, 15 mánaða.
Raunveruleikastjarnan og rapparinn eiga von á barni í gegnum staðgöngumæðrun í maí.
Kim Kardashian svarar 73 spurningum Vogue í skemmtilegu innslagi sem kom út á fimmtudaginn síðastliðinn. Hún er á forsíðu Vogue fyrir maímánuð.
Aðspurð hvað sé það besta við að vera foreldri segir Kim „þegar börnin mín segja að þau elski mig.“ Kanye segir: „Börnin.“