Flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarsverðlaunahátíðinni vakti mikla athygli. Flutningurinn var gjörsamlega rafmagnaður.
Fyrir flutninginn gaf Bradley Lady Gaga fallegt ráð. Hún sagði frá því í fjölmiðlaherberginu eftir Óskarinn.
Hún var spurð hvort hún hefði einhver ráð fyrir ástralska meðlimi LBGTQ+ samfélagsins fyrir homma og lesbíu Mardi Gras hátíðina í Sydney sagði hún:
„Ég myndi vilja segja að eitt af því erfiðasta í lífinu er að vera þú sjálfur. Ég óska að allir sem ætla að fagna finni fyrir gleði inn í sér. Það er reyndar það sem Bradley sagði við mig í gær, rétt áður en við æfðum ‚Shallow‘ í síðasta skipti. Hann sagði: „Við skulum dreifa smá gleði.“ Og ég sagði: „Ókei.“ Og það kom í ljós að gleði gerði mikið fyrir mig.“
Yndislegt og fallegt ráð frá Bradley sem virkaði vel. Horfðu á flutning þeirra hér að neðan.