fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Myndin sem breytti öllu – Missti 38 kíló: „Þetta gerði mig ákveðna“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Gibbons, frá Ludlow í Bretlandi, ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún sá „hræðilega“ mynd af sér frá fyrstu jólum sonar síns. Hún var vön að forðast myndavélina eins og heitan eldinn eftir að hún þyngdist í kjölfar meðgöngu. Hún var um 100 kíló jólin 2018 og glímdi við mikið fæðingarþunglyndi sem gerði það að verkum að hún sótti huggun í sætindi og kex.

Kate segir frá myndinni sem breytti öllu fyrir hana. Myndinni sem lét hana breyta um lífsstíl og missa 38 kíló. News.au fjallar um sögu Kate.

Kate og maki hennar John.

„Ég þyngdist um 25 kíló þegar ég var ólétt, en ég léttist ekki eftir að barnið fæddist því ég var með fæðingarþunglyndi og borðaði tilfinningar mínar,“ segir hún.

„Það er erfitt fyrir mig að útskýra hvernig mér leið, en þetta var skelfilegur tími – þú átt að elska barnið þitt strax og vilja sýna heiminum hann. Ég elskaði hann, en ég hafði ekki þessar rosalegu tilfinningar sem ég átti að vera með, og mig langaði að vera heima hjá mér með dregið fyrir gluggana. Ég borðaði allt sem var sætt og mikið af örbylgjuhituðum mat þar sem ég hafði ekki tíma til að elda með nýfætt barn.“

Myndin umrædda frá jólunum 2018.

Kate segist ekki hafa áttað sig á hversu mikið hún hafði þyngst fyrr en kærasti hennar, John, grátbað hana um að fá að taka jólamynd af henni og syni þeirra.

„Ég fór að hágráta þegar ég sá myndina. Ég átti erfitt með að trúa að þetta væri ég. Eftir að hafa grátið borðaði ég 3000 kaloríur til að láta mér líða betur, sem var kvöldmaturinn minn, súkkulaði, kex og allt sem ég gat sett upp í mig,“ segir Kate.

Kate í dag.

Eftir hátíðarhöldin byrjaði hún að fylgja Cambridge Weight Plan og hefur ekki litið til baka síðan.

„Ég hef alltaf prófað alls konar mataræði og farið margoft í megrun, en það var alltaf hægt að svindla. Ég þurfti eitthvað mun strangari. Cambridge Weight Plan hefur hjálpað mér að breyta lífsstíl mínum til hins betra. Ég hef auðveldlega misst 38 kíló þar sem ég er að borða hollar máltíðar sem eru líka góðar,“ segir hún.

„Myndin gerði mig ákveðna og gerði það að verkum að ég leyfði engum sætindum að snerta varir mínar.“

Kate segir að sjálfstraust hennar hefur aukist verulega og segist ekki ætla að fela sig fyrir myndavélinni þessi jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.