Instagram-fyrirsætan Sarah Davidson, frá Melbourne í Ástralíu, sýnir raunveruleikann á bak við sundfatamyndirnar í hreinskilinni færslu á Instagram.
Sarah deilir fyrir og eftir myndum þar sem hún sýnir hvað er raunverulega að baki glansmyndanna á samfélagsmiðlum.
https://www.instagram.com/p/B6W8opXhB-G/
Hún skrifaði með myndunum: „Hvernig ég lít stundum út í sundfötum vs hvernig ég oftast lít út í sundfötum.“
Fjöldi fólks hefur tekið hreinskilni hennar fagnandi. Munum að bera okkur ekki saman við glansmyndir samfélagsmiðla, við erum rétt svo að sjá vel valið brot úr lífi þeirrar manneskju.