Lil Bub, kisan sem varð fræg á Instagram, er látin. Hún lést í svefni á sunnudaginn síðastliðinn. Eigandi hennar, Mike Bridavsky, greinir frá þessu á Instagram-síðu Lil Bub. En Mike sá um síðuna, þar sem Lil Bub var köttur og kunni ekki á síma.
Lil Bub varð fræg fyrir áhugavert útlit sitt, en tungan hékk oft út úr munni hennar. 2,3 milljón manns fylgdu kisunni á Instagram.
https://www.instagram.com/p/B5lA2_DAK58/?utm_source=ig_embed
„Bub var full af ást og elskaði að liggja með okkur upp í rúmi á laugardagskvöldi, en dó óvænt í svefni,“ skrifaði Mike.
Lil Bub glímdi við erfiða beinasýkingu og sagði Mike að hann taldi Bub hafa tekið þá ákvörðun að „yfirgefa lasna líkama sinn“ svo hann og fjölskylda hans þyrftu ekki að taka þá ákvörðun að svæfa hana.
Hvíldu í friði elsku Lil Bub.