fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025

Varð blind í 3 vikur eftir að hafa tattúverað augun: „Mamma brotnaði niður“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. nóvember 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Luke, 24 ára, varð tímabundið blind eftir að hafa látið tattúvera augu sín blá. Hún kallar sig „bláeygða hvíta drekann“ og hefur eytt yfir 4,5 milljónum í að breyta líkama sínum á alls konar hátt. Hún hefur látið klippa tunguna sína í tvennt, breytt eyrunum sínum og er með yfir 200 tattú á öllum líkamanum og andlitinu. Hún hefur einnig fengið sér fyllingar í varir og kinnar og látið stækka á sér brjóstin.

https://www.instagram.com/p/B4GneTth5di/

Í viðtali við Barcroft Media segir Amber að þetta var hættulegasta aðgerðin hennar til þessa. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig tilfinningin var. Besta sem ég get sagt er að þegar það var verið að tattúvera augað mitt með blekinu þá leið mér eins og það væri verið að nudda tíu glerbrotum í augað mitt,“ segir hún.

„Það gerðist fjórum sinnum fyrir hvert auga. Þetta var frekar hrottalegt. Og því miður fór flúrarinn of langt í augað mitt. Ef þetta er gert rétt þá áttu að halda alveg sjón þinni en ég varð blind í þrjár vikur. Það var hrottalegt.“

https://www.instagram.com/p/B3g_p_rBgAJ/

Móðir Amber, Vikki, brotnaði niður og fór að hágráta þegar hún sá að dóttir hennar væri með búin að láta tattúvera augun sín.

„Ég grét og spurði hana af hverju hún hafi gert sér þetta, vitandi að þetta væri hættulegt,“ segir Vikki við Barcroft Media.

Amber segist ekki ætla að gangast undir fleiri öfgakenndar aðgerðir en vonast til að vera búin að tattúvera allan líkama sinn fyrir mars 2020. Hún byrjaði að breyta líkama sínum með húðflúrum og alls konar aðgerðum eftir að hún var greind með þunglyndi. Hún sá sig aldrei sem fallega, sem hún gerir í dag. Móðir Amber segist hafa ákveðið að styðja við dóttur sína eftir að hafa séð hversu góð áhrif þessar breytingar hefðu á sjálfsímynd og hamingju dóttur hennar.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Andstaðan við Elon Musk eykst innan MAGA-hreyfingarinnar

Andstaðan við Elon Musk eykst innan MAGA-hreyfingarinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.