Tia Christofi er 18 ára og amma hennar, Lesley Maxwell, er 63 ára. Þær hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að Tia deildi myndbandi af þeim æfa saman.
Þær eru vægast sagt í hörkuformi, sérstaklega Lesley. 63 ára amman tekur upphífingar eins og ekkert sé og gefur barnabarni sínu ekkert eftir.
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
https://www.instagram.com/p/B3_rBYDJxY1/
Tia er með yfir 118 þúsund fylgjendur á Instagram og vakti myndbandið mikla athygli. Miðlar eins og News.com.au, Metro og Yahoo News hafa fjallað um þær.
https://www.instagram.com/p/B4KAVseHUmR/
Lesley er með yfir 25 þúsund fylgjendur og er, eins og barnabarn sitt, ófeimin að sýna líkama sinn á miðlinum. Enda er hún fyrrum heimsmeistari og með ótal marga fitness titla undir beltinu.
https://www.instagram.com/p/B2WCVEgDZAG/
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fitness og heilsu og ég var ákveðin að finna leið til að næra líkama minn og bæði líða og líta unglega út,“ segir Lesley við Metro og segir að lykillinn á bak við unglegt útlit hennar er að æfa með lóðum. „Það getur virkilega lyft og tónað rassinn og hendurnar betur.“