fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Erfitt að byggja upp það traust sem hefur tapast

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 13. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 13.–19. október

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Vinnan er að þvælast aðeins fyrir þér og hún er að spilla fyrir samböndum í einkalífinu. Það er eitthvað mikið í gangi í vinnunni hjá þér og þú þarft að hafa þig alla/n við til að lægja öldurnar. Sem betur fer er þér margt til lista lagt og þú nærð að finna þetta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs sem svo margir þrá.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nú þarftu virkilega að fara að huga að heilsunni sem hefur setið á hakanum alltof lengi. Þú mátt ekki fresta því endalaust að fara til læknis þegar eitthvað amar að og þú verður að fara að horfast í augu við að þú ert að setja alls konar drasl í líkamann á þér sem á ekki heima þar. Taktu þig nú taki, í eitt skipti fyrir öll!

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú ert eitthvað voðalega einmana um þessar mundir. Þú ert nýbúin/n að standa á tímamótum og þér finnst þú hafa dregið stutta stráið, þó þú hafir haldið að lengra stráið væri þitt. Þetta er óþægileg tilfinning en ýtir þér í þá átt að huga að andlegri heilsu og hvernig þú horfir á þig sjálfa/n og þá sem eru í kringum þig.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú getur ekki þóknast öllum, alltaf. Þessa lexíu lærir þú með hvelli í byrjun vikunnar þegar það kemur svo sannarlega í bakið á þér að hafa sagt já og amen við öllu og farið í kollhnísa og heljarstökk til að gleðja ástvini þína. Þeir nefnilega elska þig eins og þú ert og þú þarft ekki alltaf að geðjast öllum.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þér finnst þú svikin/n á einhvern hátt. Þú ert mjög trygglynd/ur og trú/r en þér finnst einhver hafa stigið aðeins of langt yfir þín mörk. Það er vont og það verður erfitt að byggja aftur það traust sem hefur tapast, ef það tekst þá einhvern tímann fyllilega. Þú ert ekki auðsæranleg/ur en nú langar þig mest að grafa þig undir sæng með lítra af ís og karamellusósu.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept.

Þú hefur unnið að því statt og stöðugt að koma fjárhagnum í lag og þegar sér loksins fyrir endann á því þá ertu ófús að taka einhverjar fjárhagslegar áhættur. Þig langar það samt mikið. Þig langar að hoppa í djúpu laugina og athuga hvort þú sekkur eða flýtur. Hins vegar gæti það endað með ósköpum.

stjornuspa

Vog
23. sept.–22. okt.

Þú ert í engu skapi fyrir árekstra. Þú vilt bara hafa birtu, frið og ást í kringum þig og það er það sem þú einbeitir þér að því að ná. Bráðum þarftu að spyrna við fótum vegna einhverra ákvarðana eða áætlana heima fyrir eða meðal fjölskyldumeðlima. Ekki hræðast það og gerðu það af festu og röggsemi, eins og þín er von og vísa.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt.–21. nóv.

Þessi vika einkennist af fókus inn á við hjá sporðdrekanum. Margir reyna að draga þig út í alls kyns samkomur og mannfögnuði en þú segir bara nei. Þú þarft tíma með sjálfri/sjálfum þér og þú þarft ekkert að skammast þín fyrir það. Viti menn, þínir nánustu munu njóta góðs af þessari sjálfsrækt og auðvitað þú líka.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv.–21. des.

Þú upplifir höfnun frá manneskju sem þú hefur lagt þig í líma við að kynnast undanfarið. Þessi manneskja tilheyrir ekki vinahóp þínum og hún er ekki á vinnustaðnum. Hún tengist einhverju áhugamáli eða dægrastyttingu eftir vinnu. Þessi manneskja hefur hins vegar ekki áhuga á að tengjast þér og það særir þig.

stjornuspa

Steingeit
22. des.–19. janúar

Þú ert á þvílíkt hraðri leið upp metorðastigann og þú átt stöðuhækkun í vændum. Það þýðir auðvitað meira kaup en þú skalt passa þig á að gera kröfur á fríðindi og laun sem þú telur þig eiga skilið. Ekki sætta þig við eitthvað minna því þú veist nákvæmlega hvers virði þú ert. Og þú veist líka að þetta er hörkuvinna!

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Það er eitthvað að gerast á bak við tjöldin í vinnunni sem þú veist ekkert um. En þessir hlutir eiga eftir að snerta þig, og ekki á góðan máta. Það er líkt og það sé komið aftan að þér og um tíma langar þig bara að gefast upp og fara að gera eitthvað allt annað. En vertu þolinmóð/ur – þinn tími mun koma.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Nú þarft athyglisgáfan þín að vera í lagi. Einhver sem þú hefur nýverið kynnst er að reyna að spila með þig – og þessi manneskja er ansi góð í því! Hún er að reyna að láta þig gera eitthvað sem þér líst alls ekkert á. Þú verður að hlusta á eigið innsæi í þessu máli og ekki láta þrá í ævintýramennsku hlaupa með þig í gönur.

Afmælisbörn vikunnar

13. október – Kári Árnason knattspyrnukappi, 37 ára
14. október – Davíð Stefánsson skáld, 46 ára
15. október – Bergljót Arnalds, leikkona og rithöfundur, 51 árs
16. október – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona, 29 ára
17. október – Snorri Steinn Guðjónsson handboltahetja, 38 ára
18. október – Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, 76 ára
19. október – Guðrún Ögmundsdóttir baráttukona, 69 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.