Aðdáendur raunveruleikaþáttastjörnunnar Simon Cowell hafa áhyggjur af sínum manni eftir að nýja þáttaröð X factor hóf göngu sína hið ytra.
Simon er sextugur og gerðist nýlega grænkeri. Með heilbrigðara matarræði grenntist Simon töluvert og því þótti aðdáendum sjón að sjá hann.
„Ég kemst ekki yfir hvernig Simon Cowell lítur út núna þetta getur ekki verið sami maðurinn“ tísti einn.
Aðrir töldu jafnvel að Simon væri veikur „Er í lagi með Simon Cowell? Hann lítur ekki vel út.“
„Er Simon Cowell veikur? Hann lítur hryllilega út – virkilega kinnfiskasoginn, horaður og óheilbrigður“
Simon hefur viðurkennt að hafa farið í andlitslyftingu og botox sprautur. „Vonandi lít ég betur út núna – Ég hef mögulega notað of mikið af Botox í gegnum tíðina því allir sem eru í sjónvarpi nota það. Núna fer ég í andlitsböð, ekkert of dramatískt þessa stundina. Ég er með konu sem kemur hungað og nuddar á mér andlitið – það er virkilega notalegt,“ sagði Simon eitt sinn í samtali við fjölmiðla.
Hann hefur einnig sagt að furðulegast fegrunarmeðferðin sem hann hefur farið í var meðferð sem kallaðist kinda-fylgju-andlitsbað.
MailOnline talaði við lýtalækna sem telja að Simon ætti með réttu að líta mun verra út. Honum hafi tekist að halda aftur að öldruninni með læknisfræðilegum inngripum og fegrunarmeðferðum. Hins vegar eftir þyngdartapið þá sé líklega kominn tími á að hann taki sér smá hlé frá aðgerðum og haldi sig við minniháttar meðferðir sem krefjast ekki afskipta lækna.
Simon Cowell does not look like Simon Cowell pic.twitter.com/MB68Ms14U6
— Rahab Behbehani (@Ra7oobii) October 12, 2019