Christian Bale er Breti. Maður á það til að gleyma því. Það fór þó ekki milli mála á Golden Globe verðlaununum í gær þegar Christian tók við verðlaunum fyrir kvikmyndina Vice þar sem hann fór með hlutverk Dick Cheney. Christian flutti þakkarræðuna með cockney hreim sem reyndar varð síðar gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að hljóma falskur. Hvort sem það er vegna þess að aðdáendur leikarans eru vanir að heyra hann tala með öðrum hreimum, eða að leikarinn sé orðinn ryðgaður í náttúrulega hreimnum, þá er það víst staðreynd að Christian er breskur og því líklega að hann hafi talað svona á einum tíma eða öðrum.
Í þakkarræðu sinni reyndi Christian að gleyma engum og þakkaði meðal annars Satan sjálfum. „Þakkir til Satans fyrir að veita mér innblástur um hvernig ég ætti að leika þetta hlutverk.“
Vakti þetta mikla lukku og tísti kirkja Satans meira að segja um málið.
To us, Satan is a symbol of pride, liberty and individualism, and it serves as an external metaphorical projection of our highest personal potential. As Mr. Bale's own talent and skill won him the award, this is fitting. Hail Christian! Hail Satan! https://t.co/ILuK8TFZXi
— The Church Of Satan (@ChurchofSatan) January 7, 2019