fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. september 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 15. – 21. september

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Það er mikil togstreita innra með þér og þú stendur frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun sem þú þarft að taka. Hugsanlega þarft þú að brjóta odd af oflæti þínu og fylgja hjörðinni, andstætt því sem þú myndir gera vanalega. Þetta er tækifæri fyrir þig til að prófa eitthvað nýtt og taka smá áhættu í lífinu.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú ert að velta fyrir þér skyndiákvörðun sem felst í ferðalagi. Þig langar að fara en óttast að þú sért að vanrækja skuldbindingar þínar heima fyrir. Ekki hafa áhyggjur af því – mundu að þú ert ekki ómissandi á öllum vígstöðvum. Farðu í ferðalag, hreinsaðu hugann og komdu tvíefld/ur til baka.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Einkalífið og vinnan keppast um athygli þína þessa dagana. Það er ofboðslega mikið að gera hjá þér í alls kyns pappírsvinnu en þú mátt ekki gleyma ástinni. Þú verður að ákveða hvað er mikilvægast núna. Er mikilvægt að þjösnast áfram við skrifborðið endalaust eða skiptir meira máli að bjarga samböndunum í kringum þig?

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Hjarta þitt er í yfirstærð um þessar mundir og þú þráir að gefa af þér eins mikið og þú getur. Hjálpsemi einkennir þig þessa vikuna og þó að fólkið í kringum þig taki afar vel í þessa hlýju þá gætir þú orðið búin/n á því tilfinningalega í lok vikunnar. Hvíldu þig vel og horfðu stolt/ur yfir afrakstur þessarar góðsemi.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þér líður ekki vel, elsku ljón, og til að gera illt verra þá segir þú engum frá því! Tilfinningar þínar eru sem eldfjall innra með þér, sem býður eftir því að gjósa. Svoleiðis tilfinningagos eru aldrei góð eða falleg og því þarftu að láta þína nánustu vita strax að deyfð umlykur þig, án þess að þú vitir í raun af hverju.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Það eru erfiðleikar í vinnunni hjá þér og þér líður eins og þú hafir sýnt ákveðinni manneskju of mikið traust og veitt henni of mikla ábyrgð. Mistökin eru til að læra af þeim en þessi manneskja sér ekki eigin galla og veldur þér miklu hugarangri. Persónulegar árásir bætast ofan á það og ég held að það sé kominn tími fyrir þig, kæra meyja, til að hugsa þig tvisvar um hvort þú vilt vinna áfram í þessu andrúmslofti.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú kynnist nýrri hlið á þér í þessari viku. Þú hefur ávallt verið ágætur stjórnandi, en í þessari viku kemstu að listinni að hvetja fólk áfram, fremur en að stjórna því. Þú uppskerð eins og þú sáir og allt í einu gengur allt í vinnunni eins og í sögu, sem léttir talsvert andlega álagið.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það kemur eitthvað upp á í vinahópnum, sem er afar sjaldgæft. Vinahópurinn skiptist í tvær fylkingar og þú stendur á milli – veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gerir eitthvað bara til að ganga í augun á einhverjum öðrum.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það er mikið að gera hjá þér í vinnunni en í þessari viku kemur smá dauður tími sem þú skalt nýta vel í það sem veitir þér ánægju. Hins vegar er einhver heimafyrir sem hefur mikla þörf fyrir þína aðstoð og öxl. Vissulega þarft þú að gefa af þér en þú skalt gæta þess að vera hreinskilin/n, hrein/n og bein/n svo að viðkomandi detti ekki í vítahring volæðis.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú skalt passa þig á hvers kyns slúðri þessa vikuna. Ekki kjafta einhverju sem þú veist að á eftir að koma í bakið á þér og almennt er hyggilegt að sleppa slúðri alfarið. Þú ert yfirleitt mjög örugg/ur og stabíl/l en í þessari viku kemur púki í þig og þú vilt sleppa úr fjötrum hversdagsins. Bara ekki gera það með slúðri heldur finndu uppbyggilegri leiðir til að fá útrás.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Ástalífið er í blóma hjá vatnsberum – hefur í raun aldrei verið betra. Þú lærir alls kyns ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar. Allt annað er í öðru sæti í þessari viku og þú finnur þá endurnæringu sem þú hefur leitað að í svo langan tíma.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Dularfullt símtal í vinnunni kemur þér úr jafnvægi. Þú færð orðsendingu um að einhver vinnufélagi sé ekki allur þar sem hann er séður og þú veist ekki hvernig þú átt að takast á við það. Þú skalt samt varast að ásaka fólk um eitthvað áður en þú hefur kynnt þér allar staðreyndir.

Afmælisbörn vikunnar

15. september – Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi, 41
16. september – Ómar Ragnarsson, sjónvarpsstjarna og aðgerðasinni, 79 ára
17. september – Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, 39 ára
18. september – Annie Mist Þórisdóttir crossfit-stjarna, 30 ára
19. september – Ása Margrét Sigurjónsdóttir gleðigjafi, 37 ára
20. september – Björn Valur Gíslason þingmaður, 60 ára
21. september – Jón Arnór Stefánsson körfuboltakappi, 37 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.