Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Þar deilir hún sínu daglega lífi með fylgjendum sínum, en hreyfing, hollt mataræði og skotheld húðrútína er hluti af því.
Sunneva deilir húðrútínu sinni í Instagram Story í gær.
Skref 1: Þrífa mest notuðu húðburstana.
Skref 2. Hreinsimaski og rakamaski.
Skref 3: Skipta um koddaver.
„Allt þetta er hægt að gera á 10-15 mín. Ég þríf burstana mína og skipti um koddaver á meðan ég er með maskann og lit í augabrúnunum og jafnvel tannhvíttunar strimla! (Multitask),“ segir Sunneva.
Skref 4: Ekki gleyma að bera rakagefandi á varirnar. „Ég set góða summu af A+D kremi fyrir svefn,“ segir Sunneva.
Hún bætir við að drekka vatn sé mjög mikilvægur hluti af húðrútínunni.
Hvernig er þín húðrútína kæri lesandi?