fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

Ísold opnar sig um holdafarið: „Ég er fullkomin, því ég er fullkomlega ég sjálf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2019 13:37

Ísold Halldórudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ísold Halldórudóttir hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og erlendis, og er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu. Hún deilir öflugum skilaboðum sínum á Instagram.

Í nýjustu færslu sinni segir hún að vera opin og birta myndir af sér og líkama sínum sé eitthvað sem hún valdi sjálf.

„Ég er bara einhver. Ég gæti verið hver sem er, að gera hvað sem er en ég ákvað að gera þetta. Ég ákvað að vera hávær með líkama mínum, að vera stolt af honum á meðan ég sýni heiminum galla mína, óöryggi mitt, efasemdir mínar, erfiðleika mína og yfirþyrmandi tilfinningu að vilja vera fullkomin.

En ég er það. Ég er fullkomin með appelsínuhúð á lærunum. Ég er fullkomin með bólur á andliti mínu. Ég er fullkomin með fellingar á bakinu. Ég er fullkomin, því ég er fullkomlega ég sjálf,“

skrifar Ísold á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B2PVdfWAMcO/

Eins og fyrr segir er Ísold ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu. Hún stofnaði myllumerkið #fatgirloncam á Instagram sem hefur notið mikilla vinsælda. Hún birtir undir myllumerkinni myndir af sjálfri sér þar sem hún fagnar líkama sínum eins og hann er.  Í apríl tilnefndi hún sig sjálfa í Dazed100 keppnina á vegum fjölmiðlsins Dazzed.

„Ég tilnefni mig á hverjum degi því ég trúi á mig sjálfa og aðra sem líður eins og þeir passi ekki inn neins staðar. Ég lofa að búa ávallt til rými fyrir ykkur, standa með ykkur og vera hávær,“ sagði Ísold. Hún var einnig í viðtali við síðuna Dazeddigital í janúar þar sem hún ræddi um baráttuna, fordómana og erfiða æsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.