fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Erna Kristín: „Hættum að breyta líkama okkar fyrir aðra“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að vera sannfærður í hjartanu að hamingjan komi með grennra holdarfari getur ekki verið annað en fangelsi,“ segir Erna Kristín.

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðinemi og áhrifavaldur, hefur vakið athygli fyrir að tala opinskátt um jákvæða líkamsímynd.

Hún deilir boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á Instagram og í nýjustu færslu sinni deilir hún tveimur myndum af sér hlið við hlið, en annarri myndinni hefur verið breytt. Með myndinni skrifar hún mikilvæg skilaboð sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta með lesendum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ???????? (@ernuland) on

„Það er eitt að laga birtuna á myndum, og annað að grenna sig og taka út slit eða annað á líkamanum sem samfélagið samþykkir ekki. Það sem gerist í hausnum á okkur þegar við breytum líkama okkar í forriti, nær staðalímyndum og tilbúningi, það ruglar ekki bara í okkur, heldur áhorfandanum líka,“

segir Erna Kristín og heldur áfram.

„Ég tek iðulega fram að áhorfandinn þarf að vera meðvitaður um glansmynd samfélagsmiðla og allt í kringum þessa litlu prósentu af raunveruleika sem á sér stað á miðlum sem þessum.

En það sem veldur mér líka hugarangri er líkamsímynd þeirra sem breyta myndunum til að þóknast megrunarmenningunni.

Ég hef gert það og ég viðurkenni það með ENGRI skömm. Ég knúsa þessa Ernu sem var á þeim stað að halda að hamingjan myndi finnast í holdarfari, fast og örugglega, því hún þarf það. Ekki niðurlægingu, heldur ást.

Fólk sem talar með megrunarmenningunni, er akkúrat fólkið sem þarf stuðning. Það að vera sannfærður í hjartanu að hamingjan komi með grennra holdarfari getur ekki verið annað en fangelsi.

Hættum að breyta líkama okkar fyrir aðra. Hættum að bera okkur saman við aðra líkama sem eru allt öðruvísi byggðir upp en okkar. Hættum að horfa á „like“ og athygli á samfélagsmiðlum sem mælistiku á okkar verðleika og byrjum að læra að elska líkama okkar í raunveruleikanum.

Ég hef trú á ykkur öllum. Horfum á stóra samhengið þegar kemur að því að blekkja okkur sjálf og áhorfandann á samfélagsmiðlum. Tökum stjórnina og sýnum heiminum að allir líkamar eru fallegir í öllum þeim formum og gerðum sem þeir koma í.“

Hér getur þú fylgst með Ernu Kristínu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.