Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir gekk nýverið að eiga tónlistarmanninn Patrick Leonard. Hamingjan geislar af parinu en DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef horft er í stjörnumerkin.
Patrick er fiskur en Anna Mjöll er steingeit. Þetta samband er því byggt á aðdáun þar sem steingeitin dáist að ljúflyndi fisksins og fiskurinn heillast af þrautseigju og kímnigáfu steingeitarinnar. Þessi merki eru afar ólík þar sem steingeitin er jarðbundin en fiskurinn sveimhugi. Hins vegar getur þetta samband vel virkað ef þau Patrick og Anna Mjöll eru hreinskilin hvort við annað.
Þetta samband er lengi að þróast og þau hafa tekið sér langan tíma í að sjá hvert þessi ást leiðir þau. Hins vegar getur hjónabandið orðið firnasterkt með tímanum, en til þess að það gerist þarf steingeitin að passa að hún sé ekki of stjórnsöm og fiskurinn má ekki vera of viðkvæmur.
Patrick Leonard
Fæddur: 14. mars 1956
Fiskur
-Listrænn
-Gáfaður
-Blíður
-Tónelskur
-Treystir of fljótt
-Langar stundum að flýja raunveruleikann
Anna Mjöll Ólafsdóttir
Fædd: 7. janúar 1970
Steingeit
-Ábyrg
-Öguð
-Skipulögð
-Með mikla sjálfsstjórn
-Besservisser
-Býst við hinu versta