Fyrrverandi klámstjarnan Mia Khalifa opnar sig í fyrsta sinn um tíma sinn í klámbransanum. Mia komst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar hún fékk morðhótanir frá ISIS eftir að hafa komið fram í klámmynd með slæðu (e. hijab).
Mia nýtur einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með 16,7 milljón fylgjendur á Instagram. Hún hefur ákveðið að stíga fram og segja sögu sína.
Ein og hálf milljón
Mia segir að klámiðnaðurinn sé ekki eins arðbær og margir halda og hún hafi þénað um eina og hálfa milljón á sínum þriggja mánaða ferli. Hún greinir frá þessu á Twitter.
„Fólk heldur að ég sé að þéna margar milljónir frá klámi. Algjörlega ósatt. Ég þénaði SAMTALS um eina og hálfa milljón og sá aldrei krónu aftur eftir það. Að finna venjulegt starf eftir að hætta í klámi var erfitt og ógnvekjandi,“ skrifar Mia á Twitter.
People think I’m racking in millions from porn. Completely untrue. I made a TOTAL of around $12,000 in the industry and never saw a penny again after that. Difficulty finding a normal job after quitting porn was… scary. Full interview here: https://t.co/xHK7SmhfrY pic.twitter.com/fwJlyzHznq
— Mia K. (@miakhalifa) August 12, 2019
Langt og ítarlegt viðtal
Mia fór í langt og ítarlegt viðtal á dögunum þar sem hún opnaði sig í fyrsta sinn um klámferillinn, heimsathyglina og lífið eftir klámið.
„Að tala ekki um fortíð mína hefur eyðilagt framtíð mína meira en að segja sannleikann hefði nokkurn tíma gert. Ég er tilbúin að ræða um hvert vafasama augnablik í mínu lífi, því ef ég eigna mér það, þá getur það ekki verið notað gegn mér,“ skrifaði Mia í annarri Twitter færslu og vísaði í viðtalið.
Deliberately not talking about my past has hurt my future more than speaking my truth ever could. I’m ready to shed light on every questionable moment from my past, because if I own it, it can’t be used against me. https://t.co/xHK7SmhfrY pic.twitter.com/BSITEE2clX
— Mia K. (@miakhalifa) August 8, 2019
Mia er trúlofuð sænska kokknum Robert Sandberg, en hann fór á skeljarnar í mars síðastliðinn.
Horfðu á viðtalið við Miu í heild sinni hér.