fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Ása Hulda gaf eldhússtólunum nýtt líf og sparaði 75 þúsund krónur – Sjáðu myndirnar

Lady.is
Föstudaginn 9. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Hulda er 26 ára eiginkona, viðskiptafræðingur, módel fitnesskeppandi og CrossFittari. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Hún er bloggari á Lady.is. Ása Hulda tók eldhússtólana nýlega í gegn og birtir um það færslu ásamt myndum á Lady.is. Hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að deila færslunni með lesendum. Við gefum henni orðið:

Ég og Hörður Þór, maðurinn minn, keyptum okkur nýja íbúð í byrjun árs. Það var ekki margt sem okkur fannst þurfa að breyta í íbúðinni en það var eitt sem truflaði mig alltaf. Með íbúðinni fylgdu fjórir eldhússtólar sem voru ljós eikarlitaðir. Ég held þeir hafi á einhverjum tímapunkti passað ágætlega þarna inn en þar sem það var nýbúið að skipta um parket í meiri gráan tón þá fannst mér þessir stólar passa hræðilega inn í fallega eldhúsið okkar.

Stólarnir fyrir.

Við ætluðum að hafa þetta sem bráðabirgða stóla og vorum alltaf með það á planinu hjá okkur að skoða nýja stóla sem pössuðu betur þangað inn. Núna í ágúst ákváðum við að láta verða að því að breyta um stóla. Við skoðuðum allar helstu húsgagnaverslanir og fundum nokkra sem komu til greina. Þar sem okkur vantaði fjóra stóla þá vorum við að horfa á það að þessi breyting myndi kosta okkur að lágmarki 50.000kr.

Hörður kom þá með þá hugmynd að prófa það fyrst að mála stólana og sjá hvernig það kæmi út, í versta falli myndum við bara gefa stólana og kaupa okkur nýja ef þetta yrði algjört klúður. Okkur langaði að fara smá út fyrir rammann og ákváðum við að prófa að mála stólana okkar ljós bleika! Ég var alls ekki viss hvernig þetta myndi koma út en var forvitin að sjá útkomuma.

Við fórum í Flugger og keyptum hvítan grunn, bleika málningu og það málningardót sem okkur vantaði og borguðum um sjö þúsund fyrir það.

Hvernig við fórum að því að mála stólana

Skref 1: Við byrjuðum á að þrífa stólana vel með þrifaspreyi frá Flugger til að losna við alla fitu

Skref 2: Stólarnir voru pússaðir vel til að ná öllu lakkinu sem var fyrir á stólunum svo málningin myndi tolla betur á þeim. Hann byrjaði á því að nota 120P sandpappír en það var rosalega seinlegt og endaði minn maður á að kaupa juðara og 60P sandpappír sem tók töluvert styttri tíma að nota! Svo var farið létt yfir með 180P sandpappír til að fínpússa.

Skref 3: Eftir að hafa losað fætur af stólunum fórum við í að grunna stólana. Við pössuðum að hafa ekki of þykkt lag af grunni en ekki heldur of þunnt (þarf að þekja þá alveg).

Skref 4: Þegar stólarnir voru búnir að þorna í tólf tíma þá pússuðum við létt yfir grunninn með 180P sandpappír til að losna með málningarför.

Skref 5: Nú var kominn tími á að mála fyrstu umferðina af bleika litnum. Hér pössuðum við líka að nota ekki of mikið en samt nóg til að þekja vel yfir hvíta grunninn.

 

 

Skref 6: Aftur pússað létt yfir með sandpappír þá staði sem voru með málningardropum, alls ekki of mikið samt. Þetta gerðum við eftir að málningin var búin að vera á stólunum í sex tíma.

Skref 7:  Seinni umferðin af bleika litnum sett á stólana. Hér þurfti að vanda sig vel þar sem þetta var lokaumferðin, Höddi fékk því að sjá um þetta skref.

 

Við vorum rosalega ánægð með útkomuna og sjáum alls ekki eftir því að hafa ákveðið að fara smá út fyrir rammann og mála þá bleika! Við ákváðum því að halda stólunum og sleppa því að kaupa okkur nýja!

Kostnaðurinn var því um 10.000 kr. í staðinn fyrir 85.000 kr. eins og við gerðum ráð fyrir í upphafi!

Vonandi hjálpar þetta ykkur í því að fríska upp á gömlu húsgögnin ykkar,
Þangað til næst,
Ása Hulda

Þú getur fylgst með Ásu Huldu á Instagram hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum
Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.