fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Það er mikið að gerast í fjölskyldu þinni

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir frá 4. til 10. ágúst

stjornuspa

Hrútur

21. mars–19. apríl

Þú þarft aðeins að gæta orða þinna í þessari viku. Þú gætir komið einhverjum í uppnám ef þú veður áfram án þess að setja þig í spor annarra. Svo skaltu muna eitt, elsku hrútur; þú ert ofboðslega góður í að sjá það góða í öðrum en í þessari viku skaltu einbeita þér að því að sjá hverjir þínir kostir eru.

stjornuspa

Naut

20. apríl–20. maí

Manneskja sem þú þekkir lítillega reynir að troða þér um tær í þessari viku og þú þarft að standa afar fast á þínu. Svo er eitthvert uppnám í fjölskyldu þinni sem þú þarft að einbeita þér að. Þú þarft að standa sterk/ur og setja þig í hlutverk málamiðlara sem reynir að lægja öldurnar, eins fljótt og hægt er.

stjornuspa

Tvíburar

21. maí–21. júní

Það er eitthvað mikið að gerjast innra með þér og það kemur að því að þú springur með allt sem þú hefur látið ósagt. Þú þarft að vanda þig í samskiptatækni þinni því það er erfitt að tala við manneskju sem hefur látið öll vandamál malla í alltof langan tíma. Hættu síðan að velta þér upp úr fortíðinni og horfðu fram á við.

stjornuspa

Krabbi

22. júní–22. júlí

Krabbinn er gæddur mögnuðum persónuleika. Þú ert fyndin/n, sjarmerandi og lífsglöð/glaður en hins vegar áttu það til að vera langrækin/n ef einhver brýtur trúnað þinn. Það er nákvæmlega það sem gerist í þessari viku og er gott tækifæri fyrir þig að fara yfir þá sem standa þér nærri og hverjir eiga skilið tíma þinn.

stjornuspa

Ljón

23. júlí–22. ágúst

Þú stendur frammi fyrir erfiðu vali í þessari viku – hvort þú eigir að láta eins og ekkert sé og halda áfram eða hlusta á hjartað og breyta til. Þessi ákvörðun tengist fjölskyldu þinni og/eða vinum. Hún er erfið og ekki tekin án umhugsunar, en þú verður að taka hana.

stjornuspa

Meyja

23. ágúst–22 .september

Stundum er gott að viðurkenna vanmátt sinn og það er eitthvað sem meyjan má tileinka sér. Þú veist ekki allt og þú þarft ekki að vita allt. Í vinnunni skaltu umkringja þig fólki sem þú treystir og sem er þér fróðara. Það á eftir að koma þér langt. Einkalífið hins vegar blómstrar og þú skalt ávallt muna að veita maka þínum þá athygli sem hann á skilið.

stjornuspa

Vog

23. september–22. október

Þér líður svo vel núna og það geislar af þér. Einhleypar vogir mega eiga von á því að kikna í hnjáliðunum yfir vissri manneskju sem gæti leitt af sér meira en bara einnar nætur gaman. Í svefnherberginu er vogin til í alls kyns tilraunir og gjörsamlega fer á kostum í alls kyns leikjum og gátum.

stjornuspa

Sporðdreki

23. október–21. nóvember

Það er komið að því að þú setjist niður með maka þínum og þið ræðið af alvöru hvernig þig sjáið framtíðina fyrir ykkur. Þið eruð búin að eyða of miklum tíma í að reyna að giska á hvað þið viljið frá hvort öðru en nú verðið þið að ákveða veginn fram á við. Þetta er alls ekki íþyngjandi eða erfitt verkefni, heldur fyrst og fremst nauðsynlegt.

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember–21. desember

Þú ert á miklu flugi í vinnunni þessa dagana og sköpunargáfa þín er í botni. Þú virðist svífa um á skýi metnaðar og dugnaðar svo tekið er eftir. Vissulega reyna þá einhverjir vinnufélagar að ná þér niður af þessu skýi en þú lætur ekki segjast. Þú veist hvert þú ert að fara og þú sannfærir fólkið í kringum þig með húmorinn að vopni.

stjornuspa

Steingeit

22. desember–19. janúar

Það er mikið að gerast í fjölskyldu þinni og þú hefur áhyggjur af manneskju sem stendur þér mjög nærri. Þú ert skipulögð/lagður og skynsöm/samur í eðli þínu en því miður geta ekki allir verið eins og þú. Nú er mikilvægt fyrir þig að vera til staðar þegar að eitthvað kemur upp á og sýna stuðning í verki.

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar–18. febrúar

Þú ert friðarsinni og á það reynir í vikunni. Manneskjur sem standa þér nærri eru afbrýðisamar út í aðra manneskju í ykkar innsta hring. Ef það er eitthvað sem þú þolir ekki þá er það afbrýðisemi og öfund og þú þarft að taka á honum stóra þínum til að reyna að koma öllu í samt horf.

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar–20. mars

Þú hefur tekið aðeins of mikið á þig, og inn á þig, upp á síðkastið og nú er komið að slökunartíma. Það er skemmtilegt ferðalag í vændum þar sem þú getur núllstillt þig og forgangsraðað betur, þannig að þú setjir þig sjálfa/n ekki alltaf í seinasta sæti.

Afmælisbörn vikunnar:

4. ágúst – Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, 64 ára
5. ágúst – Rósa Ingólfsdóttir sjónvarpsstjarna, 72 ára
7. ágúst – Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður, 34 ára
8. ágúst – Mikael Torfason skáld, 45 ára
9. ágúst – Inga Björk Andrésdóttir listakona, 37 ára
10. ágúst – Dagný Brynjarsdóttir knattspyrnukona, 28 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.