Nýjasta sundfatatrendið, „límbanda sundföt,“ er eitthvað sem við eigum erfitt með að skilja. Það lítur hins vegar út fyrir að það sé komið til að vera, allavega í smá tíma.
Þessi nýja sundfatatíska var áberandi á tískupöllunum í Miami Swim Week í síðustu viku. Fyrirsæturnar vöktu mikla athygli og var sundfatahönnunin í ár sú djarfasta hingað til.
Um er að ræða „sundföt“ frá tilraunaverkefninu Black Tape Project.
Sjáðu myndir frá Miami Swim Week hér að neðan. Hvað finnst þér um þessa nýju tísku?