Sara Puhto er 22 ára og frá Finnlandi. Hún heldur úti vinsælum Instagram aðgangi, @saggysara, þar sem hún deilir reglulega myndum sem ýta undir jákvæða líkamsímynd.
Sara deilir tveimur myndum hlið við hlið. Fyrri myndin táknar það sem við sjáum oft á Instagram, svokallaða glansmynd samfélagsmiðla. Seinni myndin táknar raunveruleikann, hvernig við erum í raun og veru.
Sara hefur fengið mikið lof fyrir myndirnar sínar. Mörgum þykir kominn tími á að við segjum skilið við glansmyndina því hún hefur neikvæð áhrif á sjálfsímynd fólks, sérstaklega kvenna.