fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024

Heiðrún veiktist illa vegna brjóstapúða: „Ég var með flensueinkenni og leið mjög illa andlega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Arna upplifði mikla verki um allan líkamann í mörg ár. Hún vissi ekki hvað væri að orsaka verkina og höfðu þeir mikil áhrif á hana andlega sem og líkamlega. Veikindin voru tilkomin vegna brjóstapúða sem Heiðrún Arna var með. Hún lét fjarlægja þá fyrr á þessu ári og hefur sjaldan liðið eins vel og í dag.

Hún ákvað að opna sig um málið í einlægri Facebook-færslu sem hún gaf DV leyfi til að endurbirta.

Heiðrún Arna ákvað að segja sögu sína því henni finnst mikilvægt að sem flestar konur heyri af þessu.  „Tugir þúsunda kvenna um allan heim eru að upplifa það sama/svipað og ég. Sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða,“ segir Heiðrún Arna.

Árið 2008 fékk Heiðrún Arna sér sílikon brjóstapúða.

„Ég var tvítug, ung móðir, með lélega sjálfsmynd og fannst ég þurfa vera kvenlegri. Mikið vildi ég að þrítuga Heiðrún gæti sagt þessari tvítugu að brjóstastærð skiptir engu máli í stóra samhenginu. Árið 2011 skipti ég púðunum út fyrir aðra sílikon púða. Púðarnir veiktu ónæmiskerfið mitt verulega án þess að ég gerði mér grein fyrir því og líkaminn fór fljótlega að reyna losna við þá,“ segir Heiðrún.

„Árið 2013 fór ég að fá ýmis furðuleg einkenni, sérstaklega lélega meltingu og magavandamál. Heiðdís man þetta ennþá og spyr mig stundum hvort ég sé ekki lengur með veikan maga. Ég fór í ristilspeglun, magaspeglun, aldrei fannst neitt. Fékk endurteknar blöðrubólgur, sýkingu undan lykkjunni og þurfti að vera svæfð til að fjarlæga hana (þoldi ekki þann aðskotahlut heldur).

Árið 2014 fór ég að fá ýmis einkenni frá taugakerfinu (mikinn fjörfisk, doða í andlit, þreytu, máttleysi, hausverki og fleira) og blóðprufa sýndi hækkun á CRP (bólgugildi) og mikinn B-12 vítamínskort þrátt fyrir að ég væri ekki grænmetisæta. Ég sprautaði mig reglulega með B-12 og það hjálpaði með margt þó það fyndist engin skýring á þessum skorti,“ segir Heiðrún Arna.

Haustið 2014 varð hún svo veik að hún tók verkjalyf upp á hvern dag. „Ég var með mikla verki, beinverki, liðverki, hausverki, nætursvita, flensueinkenni og leið einnig mjög illa andlega,“ segir Heiðrún Arna.

„Maginn var ennþá lélegur. Ég fékk fæðuóþol sem ég hafði aldrei verið með áður, fyrir skelfisk og fleiru. Heimilislæknir nefndi vefjagigt, ég hitti taugalækni, fór í CT skanna. Blóðprufur nánast eðlilegar en alltaf hækkun á CRP eins og það væri sýking sem aldrei fannst.

Það kom i ljós i byrjun árs 2015 að ég bjó í myglu og var með mikið ofnæmi fyrir henni greinilega, engin annar í húsinu veiktist samt en ónæmiskerfið mitt var lélegt og ég næmari. Helling lagaðist við að losa sig við allt og flytja þaðan.“

Þrátt fyrir að hafa flutt í annað húsnæðið varð heilsa Heiðrúnar ekkert skárri.

„Áfram fékk ég skrýtnar sýkingar, í fótinn, móðurlífið, þvagblöðru, augað og fleira furðulegt. Ég fékk pensilín ofnæmi þetta ár. Í lok 2015 fór ég í 3 mánaða veikinda leyfi frá vinnu vegna mikillar streitu. Ég brann út andlega eftir allt sem var á undan gengið. Fór á kvíða og þunglyndislyf tímabundið. Þetta vita ekki allir í kringum mig. Árið 2016 vann ég mikið í sjálfri mér, hugleiðsla, jóga, coda og leið betur þegar ég passaði uppá mig, svefninn, mataræðið, b-12, vítamín, mygluleysið,“ segir Heiðrún Arna og heldur áfram.

„Alltaf var samt þreytan, liðverkirnir, stirðleiki á morgnanna, heilaþokan, einbeitingarleysi, stingir í brjóstum, reglulegir höfuðverkir. Meðgangan 2017-2018 fór vel í mig og eins og líkaminn fengi annan fókus. Fáir vissu margt af þessu enda sést það ekki utan á fólki hvernig líkamlegt ástand er. Ég kenndi „aldrinum“ um margt af þessu og tók þessu ekki mjög alvarlega, þoldi þetta alveg.“

Svo kom loksins að því að Heiðrún Arna fékk svör.

„Linda mín sendi mér svo einkennalista fyrir BII(Breast implant illness) í mars a þessu ári og strax í apríl fékk ég tíma hjá lýtalækni. 15 maí fyrir 6 vikum voru púðarnir mínir teknir úr loksins og mér hefur bókstaflega ALDREI liðið betur!“

Heiðrún Arna segist finna mikinn mun á sér.

„Ég vakna ekki stirð, er ekki með beinverki eða liðverki, hef fengið örsjaldan höfuðverki, meltingin er góð, ég er miklu miklu orkumeiri og ferskari og hressari! Þvílíkur munur! Það er líka miklu auðveldara að hreyfa sig, sofa, knúsa fast, hoppa og klæða sig! Auðvitað eru margir sem lifa með ýmis einkenni og sjálfsofnæmi án þess að hafa brjóstapúða en það er orðið staðreynd og komin nokkurra ára reynsla á, að tugi þúsunda kvenna læknast af ýmsum kvillum af því að losna við púðana sína. Það eru til risastórir erlendir FB hópar um Breast implant illness og íslenskur hópur (Bii Ísland) fyrir áhugasamar.

Ef þessi póstur hjálpar einni konu að fá heilsuna aftur með því að losna við púðana er hann þess virði að vera berskjölduð.“

Heiðrún Arna var í ítarlegu viðtali um málið við Stundina ásamt tveimur öðrum konum sem hafa einnig upplifað veikindi vegna brjóstapúða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo gefur í skyn að hann fari að kalla þetta gott

Ronaldo gefur í skyn að hann fari að kalla þetta gott
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Aron hafi verið miður sín eftir skiptinguna – ,,Ég veit ekki hvort hann geti spilað“

Segir að Aron hafi verið miður sín eftir skiptinguna – ,,Ég veit ekki hvort hann geti spilað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hrein klikkun: Gengu á línu á milli loftbelgja í tveggja og hálfs kílómetra hæð

Hrein klikkun: Gengu á línu á milli loftbelgja í tveggja og hálfs kílómetra hæð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland vann sterkan sigur í Þjóðadeildinni

Ísland vann sterkan sigur í Þjóðadeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir eftir mjög góðan sigur Íslands í Svartfjallalandi – Sverrir Ingi bestur

Einkunnir eftir mjög góðan sigur Íslands í Svartfjallalandi – Sverrir Ingi bestur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.