Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld á von á sínu fyrsta barni með rapparanum Arnari Frey Frostasyni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum sínum rétt í þessu og segist ekki geta beðið eftir því að eignast stóra fjölskyldu.
„Loksins einn lítill lurkur á leiðinni hjá okkur,“ skrifar hún á Instagram.
Þau Salka og Arnar Freyr trúlofuðu sig í ágúst árið 2017 eftir tveggja ára samband. Hann er í hljómsveitinni Úlfur Úlfur, sem notið hefur mikilla vinsælda, en Salka hefur sjálf verið að slá verulega í gegn á undanförnum árum, meðal annars í nýrri uppsetningu leikritsins Ronja Ræningjadóttir á vegum Þjóðleikhússins.
Instagram-færslu Sölku má sjá hér að neðan, en Bleikt óskar parinu hjartanlega til hamingju með komandi erfingjann.
View this post on Instagram
Loksins einn lítill lurkur á leiðinni hjá okkur ❤? getum ekki beðið eftir því að verða fjölskylda ❤