fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025

Mischa Barton er óþekkjanleg frá OC árunum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. júní 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill bresk/bandarísku leikkonunnar Mischu Barton hefur ekki beint náð því flugi sem vonast var eftir. Barton var ung að árum þegar hún sló í gegn í unglingaþáttunum The OC sem sögðu frá ævintýrum nokkurra ungmenna í sólinni í Kaliforníu.

Barton var nýlega mynduð við veitingastaðinn Mr. Chow í Malibu og er óhætt að segja að hún hafi breyst þó nokkuð á síðustu árum.

Mischa Barton, sem er 33 ára, hefur tjáð sig um erfiðleika í einkalífinu eftir að þáttunum vinsælu lauk árið 2006. Þegar þættirnir voru hvað vinsælastir vildu allir allt fyrir hana gera. Það var mikið djammað á þessum árum en djammið fór svo að taka sinn toll.

Í viðtali við tímaritið People rifjaði hún upp að henni hafi verið legið á hálsi fyrir að vera allt of grönn meðan þættirnir voru hvað vinsælastir. „Það var alltaf verið að segja: Hún er allt of horuð, hún hlýtur að vera veik,“ sagði hún í viðtalinu. Svo þegar hún þyngdist var henni legið á hálsi fyrir það. „Ég gat einhvern veginn aldrei verið í réttri þyngd, að mati fólks.“

Það sem öllu máli skiptir þó er að Mischu Barton líði vel enda frábær leikkona þegar svo ber undir. Hún hefur haft mörg járn í eldinum að undanförnu og leikið í nokkrum hryllingsmyndum að undanförnu. Næsta verkefni hennar eru þó raunveruleikaþættirnir The Hills: New Beginnings.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Gurrý flytur sig um set
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verður sennilega sendur aftur heim eftir vonbrigðardvöl

Verður sennilega sendur aftur heim eftir vonbrigðardvöl
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi á Englandi – Liverpool gjörsigrar deildina og United endar rétt fyrir ofan fallsvæðið

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi á Englandi – Liverpool gjörsigrar deildina og United endar rétt fyrir ofan fallsvæðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Salah elskar sunnudaga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.