Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir giftu sig með pompi og prakt í gær á Ítalíu. Engu var til sparað.
Margir þjóðkunnir einstaklingar héldu uppi skemmtuninni langt fram á nótt, þar á meðal Sólmundur Hólm, Bríet, Friðrik Dór, Jökull Júlíusson úr Kaleo, Aron Can og Herra Hnetusmjör.
Veitingarnar voru í höndum Þráins á Sumac, eins og greint var frá fyrr í dag, og alls staðar mikið um dýrðir, jafnvel heil flugeldasýning!
Athygli vakti að nýgifta parinu brá lítið fyrir á myndum, en þó náðust nokkrar af Alexöndru á dansgólfinu þar sem má sjá gullfallega kjólinn sem hún klæddist.
Gestum bauðst að skipta yfir í inniskó, sérmekrta brúðahjónunum, fyrir dansinn.
Að sjálfsögðu, að Íslendinga sið, var gripið í gítar og skellt í íslenska útilegustemmingu á Ítalíu.
Sjá einnig: