fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Fjölskyldudrama og óvænt peningagjöf sem öllu breytir

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. maí 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 27. maí – 2. júní

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Þú ert svakalega tilbúinn að fara í frí, kæri hrútur. Þú telur niður dagana því það er eitthvað slen og þreyta í þér sem þú nærð ekki að hrista af þér.

Ekki bætir úr skák þegar að slettist upp á vinskapinn hjá þér og góðum vini og virðist um tíma eins og ekki sé hægt að laga það sem er brotið. En það er hægt – trúðu mér. Þú þarft bara að vilja það.

Þú þarft að passa að eyða ekki umfram efni í sumarfríinu, sem reynist þér erfitt. Einnig skaltu varast það að fara upp á háa C-ið í samskiptum við maka þinn. Oft er gott að takast á og hreinsa loftið en þá er mikilvægast að vera ekki orðljótur og segja ekki hluti sem maður sér eftir.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 2, 34, 50

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú ert undir skærri heillastjörnu, nautið mitt, og næstu dagar verða einstaklega skemmtilegir. Það dettur atvinnutækifæri upp í hendurnar á þér sem er svakalega spennandi. Nýja vinnan krefst þess að þú ferðist talsvert, sem neyðir þig til að fjarlægjast heimilið og endurhugsa samskipti þín við annað fólk. Það er mjög hollt.

Svo hefur þér aldrei liðið betur líkamlega. Þú ert byrjaður að huga betur að heilsunni og passar að drekka nóg vatn yfir daginn. Það skiptir höfuðmáli núna þar sem dagarnir eru langir í nýju vinnunni og veðurblíða mikil.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 4, 15, 22

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Þú ert búinn að ganga í gegnum erfiða tíma, elsku tvíburi, og núna loksins sérðu ljósið handan ganganna. Það er bjart yfir þér og góðir tímar framundan, en þú veist líka að það er engin tilviljun. Þú ert búinn að vinna í þínum málum og sú vinna er að skila sér.

Þig langar að gera allt og ekkert í sumarfríinu, ferðast út um allar trissur, kaupa þér alls kyns sumarföt og fara út að borða, helst á hverju kvöldi. Passaðu því veskið. Launin eru fljót að fara í vitleysu sem skilur ekkert eftir sig. Mundu það.

Þú ert búinn að vera í basli með mataræðið og farinn að borða alltof mikið af drasli sem gerir líkamanum ekki gott. Þú skalt reyna að grípa í taumana strax – áður en þú ferð að finna fyrir alvarlegri þreytu eða jafnvel þunglyndi.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 11, 56, 70

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Ástarlífið og fjölskyldan er í aðalhlutverki í þessari viku. Einhleypir krabbar njóta þess að hitta fjarskylda ættingja sem þeir hafa ekki séð í langan tíma og það gefur þeim mikla gleði. Lofaðir krabbar ná að einbeita sér að því að bæta samband við makann og uppgötva ýmislegt nýtt – líka í svefnherberginu.

Gamall vinur leitar til þín með vandamál sem er erfitt að leysa. En út af því að þú ert svo úrræðagóður, krabbaskott, þá fellur það á þínar axlir að reyna það. Kannski kemur sá tími að þú verður að segja nei og eiga á hættu á að vinur þinn verði fyrir vonbrigðum. Mundu bara að þetta er ekki vandamál sem þú áttir þátt í að skapa og því allt í lagi að ganga í burtu til að vernda sitt eigið hjarta.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 6, 7, 12

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Það er búið að vera óttalegt vesen í vinnunni hjá þér en þú getur huggað þig við það að sumarfríið er á næsta leiti. Þau ljón sem eru í umönnunarstörfum ættu að nýta sumarfríið vel í að hlaða batteríin og hugsa hvort þeir séu á réttum stað í lífinu.

Mikið er að gera í félagslífinu hjá einhleypum ljónum. Þau sækja stóra skemmtun í lok vikunnar þar sem nýr vonbiðill skýtur upp hausnum. Virkilega spennandi samband í uppsiglingu.

Það bjátar eitthvað á í fjölskyldunni. Ekkert svakalega alvarlegt en miklar breytingar eru hjá einum fjölskyldumeðlim sem reynast honum erfiðar. Þá kemur þú inn sem stoð og stytta – öxl til að gráta á.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 17, 23, 41

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Þessi vika verður mjög góð fyrir þig, vinnulega séð. Þú nærð að skipuleggja það sem þarf að skipuleggja og leysa deilur sem þarf að deila. Þér finnst þú loksins passa fullkomlega í hópinn og það er góð tilfinning.

Svo er mikið af skemmtunum sem þú sækir kæra meyja og þér finnst gaman að vera á meðal fólks. Þér hefur nefnilega fundist þú frekar utangátta síðustu vikur en núna líður þér vel í sálinni

Samband þitt við nánustu fjölskyldu er mjög gott og ástin blómstrar. Er hægt að biðja um meira?

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 13, 45, 99

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Vikan byrjar vel í vinnunni og þú nærð að binda hnúta á ýmsa lausa enda sem hafa valdið þér talsverðum kvíða. Ég mæli samt gegn því að þú takir á þig ný verkefni því þú átt fyrst og fremst að njóta þess að klára það sem hefur legið á þér.

Þú einbeitir þér mikið að áhugamálunum í þessari viku og það gerir þér svo gott. Þú ert með mikla sköpunargáfu og nærð að nýta hana vel í þínum frítíma.

Þér er ráðlagt að passa aðeins hvað þú segir við aðra því í hita leiksins geta ýmis orð fallið sem geta sært. Mundu það.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 7, 39, 88

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það er frekar þungt yfir þér elsku sporðdreki. Einhver nærri þér er veikur og það tekur alla þína orku að hafa áhyggjur af hrakandi heilsu þessa einstaklings. Þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að láta þessari manneskju líða vel og átt mikið hrós skilið fyrir það.

Út af þessum erfiðleikum og áhyggjum líður þér best í faðmi fjölskyldunnar og þú ættir að nýta þann tíma sem þú átt aflögu í að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni. Þetta þarf ekki mikið – kannski bara kvöldganga, knús yfir góðri bíómynd eða elda góðan mat saman. Gæðastundir sem láta þér líða vel.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 17, 20, 67

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Það er eitthvað fjölskyldudrama í gangi sem nær hámarki í þessari viku. Lofaðir bogmenn ættu að standa eins og klettar við hlið maka síns í þessum deilum – annars gæti sambandið verið í hættu.

Og hættu að vinna svona mikið. Það gerir engum gott. Reyndu að deila út verkefnum til að létta þér lífið örlítið á meðan þú stendur í þessu drama.

Vertu eins mikið úti og þú getur. Þú skalt ganga á fjöll, fara í sund eða hvað sem er annað sem lætur þig anda að þér fersku lofti. Það á eftir að gera þér svo gott.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 19, 25, 60

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það virðist vera einhver ferð í vændum hjá þér, skemmtilega steingeit, og nokkuð ljóst að mjög stutt er í sumarfríið þitt. Þessi ferð er samt á einhvern hátt tengd vinnunni og þú lærir ofsalega margt á henni.

Í þessari ferð kynnistu ofboðslega áhugaverðri manneskju sem þú nærð að tengja við á algjörlega nýjan hátt. Þetta er manneskja sem þú hefðir aldrei ímyndað þér að þér myndi lynda við, en það ótrúlega getur alltaf gerst.

Svo ættirðu að einbeita þér að sjálfri þér fyrst og fremst í þessari viku. Þú veitir fjölskyldunni þinni ávallt mikla athygli og stuðning en nú er komið að þér að skína.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 18, 27, 67

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þú lendir upp á kant við vinnufélaga um miðbik vikunnar og það virðist vera algjörlega stál í stál ykkar á milli. Hugsanlega þarf þriðja aðila til að leysa þessa deilu og það gæti tekið talsverðan tíma.

Þessi deila smitar inn í einkalífið og þú byrjar að röfla óþarflega mikið í þínum nánustu. Fólk sem þekkir þig lætur þetta ekki á sig fá og sýnir þér skilning – en þú þarft líka að endurskoða þína hegðun.

Svo áttu von á algjörlega óvæntri peningagjöf í lok vikunnar sem léttir svo sannarlega lundina.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 15, 49, 78

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Það er mikil og stór fjölskyldustemning í vændum, jafnvel ættarmót. Þú tekur einhvern þátt í skipulagningunni sem verður afskaplega gefandi og skemmtilegt. Þú elskar fjölskylduna þína og myndir gera hvað sem er fyrir hana. Það er góður kostur – kostur sem þú ættir aldrei að vanmeta.

Í vinnunni gefst þér tækifæri til að taka þátt í mjög umfangsmiklu verkefni sem setur þig skör hærra í goggunarröðinni. Þú ert mjög drífandi týpa og fókuseruð – fólk tekur eftir því. Ekki líður á löngu þar til vinnuveitandi þinn gerir þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 72, 84, 100

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.