Brian Hickerson hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustu sinni Hayden Panettiere. Us Weekly greinir frá þessu.
Kærandinn ætlast til að Panettiere fái nálgunarbann á Hickerson ásamt því að hann megi ekki reyna að hafa samband við hana í gegnum síma, eða þriðja aðila, þar að auki er ætlast til að hann megi ekki eiga skotvopn. Hickerson hefur neitað allri sök.
Í ákærunni er minnst á tvö mál í öðru þeirra á Hickerson að hafa slegið Panettiere í andlitið sem varð til þess að nágranni heyrði hávaða og hringdi á lögregluna, þegar hana bar að garði á Hickerson að hafa kennt sjónvarpinu um hávaðann, en hann var handtekinn samstundis.
Í seinna skiptið eiga nágrannar að hafa heyrt kvalaröskur í miðju rifrildi. Lögreglan mætti aftur á staðinn og á að hafa séð merki um ofbeldi á líkama Panettiere. Einnig á Hickerson að hafa lent í blóðugum slagsmálum við föður sinn.
Panettiere er fræg leikkona, söngkona og fyrirsæta en hún hefur vakið athygli í þáttunum Nashville, Heroes, Malcolm in the Middle og í kvikmyndinni I Love You Beth Cooper.