Eins og DV sagði frá í síðustu viku gengu Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner og tónlistarmaðurinn Joe Jonas óvænt í það heilaga í Las Vegas.
Það var Elvis eftirherma sem gaf þau saman og innsigluðu þau ástina með nammihringjum, enda hálfgerð skyndiákvörðun.
Fyrrnefndir nammihringir, eða Ring Pops, eru í litríkum umbúðum, en nú er önnur umbúðanna komin á uppboð á eBay. Hart er barist um ruslið, en þegar þetta er skrifað er hæsta boð komið yfir hálfa milljón.
Ruslið er klárlega safnmunur, en uppboðið klárast eftir sjö daga. Þetta gæti þá hæglega orðið verðmætasta rusl í heimi.