Birna Bjarnarson kom með frábært ráð til að endurnýta slitin sængurver. Birna deildi því inn í Facebook-hópinn Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu, og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndinni áfram í von um að það minnki plastnotkun.
„Ef ykkur vantar hugmynd á nýtingu fyrir slitin sængurver. Ég sauma stóra poka undir dósirnar sem fara í endurvinnsluna, sníði í svipaðri stærð og svörtu pokarnir og þvæ þá svo eftir losun,“ skrifaði Birna með myndinni.
Viðbrögðin leyndu sér ekki og hafa tæplega sjö hundruð manns líkað við færsluna. Fjölmargir skrifuðu einnig við færsluna:
„Ok brilliant.“
„Vá en sniðugt!“
„Frábær hugmynd, takk!“
„Þetta er svo frábær hugmynd Birna og til eftirbreytni.“
„Þvílík snilld, mér hefði aldrei dottið þetta í hug.“
„Tær snilld! Takk fyrir að hugsa út fyrir kassann fyrir okkur hin!“