fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Barn í kortunum hjá tvíburum – Meyjan þarf að passa sig á óprúttnum aðilum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 7. apríl 2019 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 8. – 14. apríl

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Alls kyns sambönd í þínu lífi eru í forgrunni í þessari viku, hvort sem það eru ástarsambönd, vinasambönd eða sambönd við vinnufélaga. Þú virðist vera að reyna ofboðslega mikið að láta alla líka vel við þig á öllum vígvöllum. Hættu því. Það er því miður ekki hægt að láta alla líka vel við sig og það er bara allt í lagi.

Heilsan er þér mikilvæg og þér finnst eins og þú getir gert miklu meira til að bæta hana, þá bæði andlega og líkamlega heilsu. Það er bara alveg rétt hjá þér og þú setur heilsuna á oddinn í þessari viku. Þú býrð til plan sem á eftir að koma þér vel ef til lengri tíma er litið. Því þetta er auðvitað langhlaup, ekki spretthlaup.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 6, 17, 20

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Það eru veigamiklar breytingar framundan í þínu lífi og þig kvíðir fyrir þeim. Þú hefur samt tíma til að sætta þig við þær og ég mæli með því að þú gerir það. Þessar breytingar eiga eftir að verða til góðs, þú bara sérð það ekki alveg strax.

Þú ert í fjárhagsvandræðum sem þú verður að finna út úr. Ekki reyna að sópa vandamálunum undir teppi og vona að þau hverfi – það mun ekki gerast. Reyndu bara að takast á við þessi vandræði og greiða úr þeim. Þér mun líða betur.

Traustur vinur verður enn traustari í þessari viku þegar hann býður fram aðstoða sína í erfiðu verkefni. Það er víst satt sem þeir segja – Traustur vinur getur gert kraftaverk.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 1, 25, 60

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Jahérna hér. Það er barn í stjörnunum þínum elsku tvíburi. Annað hvort verður þú fyrir þessu barnaláni eða einhver nákominn þér, jafnvel einhver sem hefur átt í erfiðleikum með að geta barn. Þetta eru allavega mikil gleðitíðindi og munu lita vikuna af hamingju og bjartsýni.

Þar af leiðandi gengur þér óskaplega vel í vinnunni. Þú svífur um á bleiku skýi og nennir ekki að velta þér upp úr öllu fólkinu sem gerir ekki nóg að þínu mati. Loksins nærðu að hugsa bara um þig og þú blómstrar.

Ástarlífið er einnig í miklum blóma og upplifa einhleypir tvíburar sig gjörsamlega ómótstæðilega. Gaman að því.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 18, 23, 40

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Það er mikið að gera í vinnunni en einnig ofboðslega mikill asi heima fyrir. Þú þarft því að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og eyrnamerkja tíma sem er eingöngu fyrir fjölskylduna.

Ég mæli með því að þú takir þér símalausa tíma yfir daginn þar sem tækin eru gjörsamlega að ná yfirhöndinni í þínu lífi. Minnkaðu skjátímann og reyndu að taka frá einn til tvo klukkutíma á dag þar sem þú leggur hann alveg frá þér. Þú munt finna fyrir miklum mun, bæði í vinnu og einkalífi.

Þú hefur verið að sofa illa undanfarið og vaknar oft ansi vankaður krabbinn minn. Settu það sem þitt helsta markmið að fara fyrr að sofa á kvöldin. Hugsanlega gæti einnig verið gott fyrir þig að drekka volgt te rétt fyrir svefninn. Og ekki taka símann með þér inn!

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 4, 50, 61

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Jiii, það er einhver svakalega spennandi vinnuferð í kortunum hjá þér sem á svo sannarlega eftir að létta þér lundina. Þetta er blanda af vinnu og skemmtun og þú kynnist svo mikið af skemmtilegu fólki sem veitir þér mikinn innblástur.

Þessi ferð kennir þér einnig mikið um samskipti og hvað þú getur náð miklum árangri og liðið betur ef þú hefur hreinskilin samskipti við fólk. Svo sýnist mér að atvinnutækifæri komi strax í kjölfar ferðarinnar og það er mjög heillandi. Ekki kasta því frá þér strax – pældu aðeins í þessu.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 2, 42, 90

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Nú þarftu að passa þig á vinnufélögunum þínum, elsku meyja. Það er einhver að reyna að svíkja þig og þú skalt hafa varann á í öllum viðskiptum. Ekki láta tala þig inn á einhverja vitleysu og fylgdu hjartanu – alltaf.

Svo eru einhverjar áhyggjur sem hafa legið þungt á þér. Það mun allt leysast í þessari viku. Þú verður kannski ekki 100% sátt við hvernig það leysist, en það verður samt ofboðslegur léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli lengur.

Ástarlíf hjá lofuðum meyjum er svo afskaplega gott og verður aldeilis líf og fjör í svefnherberginu – meira en venjulega.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 22, 45, 69

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Þetta er vika sköpunargáfunnar. Þú þarft að vera í góðum samskiptum við undirmenn þína í vinnunni því einhverjir þeirra hafa áhyggjur af framhaldinu, eftir miklar breytingar á vinnustaðnum. Þú ert manneskjan sem verður að veita fólki innblástur og reyna að ná því besta úr þeim. Ef það gengur ekki, þá verður bara að hafa það. Vogir sem eru að spá í að breyta um vinnu fá frábært tækifæri í vikunni sem er ekki hægt að sleppa.

Þú gengur frá mjög stórum og góðum samningi í vikunni sem á eftir að veita þér mikla ánægju. Virkilega gleðilegur tími sem þú hefur beðið lengi eftir.

Svo er það blessað einkalífið. Það hefur verið smá spenna á heimilinu en með skýrum skilaboðum og góðum samskiptum lagast það allt. Þetta er bara tímabil og öll tímabil taka enda.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 9, 55, 80

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Líkaminn er að öskra á þig sporðdreki að breyta lífsháttum. Þú hefur fundið fyrir meltingartruflunum og þú mátt ekki hundsa það. Farðu og láttu kíkja á þig – það getur ekki sakað.

Einhleypir sporðdrekar hafa engan tíma fyrir ástarlíf og það finnst þeim miður. Það er svo svakalega mikið að gera í vinnunni og þú verður að finna leið til að minnka vinnuálagið og einbeita þér að fjölskyldu, vinum og tilvonandi elskhugum. Lofaðir sporðdrekar eru hins vegar mjög einbeittir í að styrkja sambandið og það gengur mjög vel.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 11, 18, 29

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Þvílík vika, elsku bogmaður. Númer 1, 2 og 3 þá gerist eitthvað stórkostlegt í ástarlífinu. Ertu að spá í að fara að búa? Eignast barn? Gifta þig? Við erum að tala um svoleiðis stórviðburð sem bankar á dyr í vikunni. Þvílík spenna!

Annað sem er í miklu aðalhlutverki í vikunni er sköpunargáfan. Þú býrð eitthvað til í samvinnu við aðra. Það er gert í gríni en þegar þið spáið meira í það þá gæti þetta orðið eitthvað stærra. Pældu aðeins í því.

Svo finnurðu nýtt áhugamál sem þú trúir eiginlega ekki hvað gefur þér mikið. Ég er að segja þér það – þetta er þín vika!

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 37, 43, 90

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Ertu í fasteignahugleiðingum? Það er eins og þig langi að flytja þig um set og þú dettur niður á hina fullkomnu fasteign á næstu dögum – og ég er ekkert viss um að þessi fasteign sé á Íslandi. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að hugleiða vel og því kallar þú til fjölskyldufundar til að taka ákvarðanir sem henta allri fjölskyldunni.

Svo virðist vera eitthvað ferðalag í vændum sem er þó ekki tengt húsinu. Þetta ferðalag verður mjög gefandi fyrir þig og mér sýnist þú annað hvort fara ein, elsku steingeit, eða með einum, góðum vin. Þú nærð að endurmeta lífið og færð svör við spurningum sem þú hefur verið að leita að lengi.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 8, 17, 20

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þú ert að spá í að fara aftur í nám og ákveður að skrá þig á námskeið til að athuga hvort að langt og krefjandi nám sé eitthvað sem henti þér akkúrat núna. Þig langar að færa þig meira inn í skapandi geira sem ég held að þú eigir vel heima í eftir mörg ár af aðeins kassalagaðri vinnu.

Það er einhver fjölskylduskemmtun í vændum sem þú hlakkar mikið til, enda langt síðan þú hefur átt góðan tíma með fjölskyldunni þinni.

Svo kemur eitthvað óvænt upp á sem veldur þér ama þar sem þessi uppákoma þýðir aukin fjárútlát. En ekki hafa áhyggjur – þetta er bara erfitt í smá stund og svo er það búið.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 60, 72, 84

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þú þarft að passa fjármálin aðeins. Þetta er ekkert alvarlegt, en vertu aðeins vakandi fyrir því hvernig þú ert að ráðstafa peningunum þínum svo þú lendir ekki í vanda.

Einkalífið er í forgrunni í þessari viku. Góð samskipti eru gulls ígildi og þú nærð að létta mörgum áhyggjum af þér varðandi góðan vin sem hefur aðeins traðkað á þér að þínu mati.

Einhleypu fiskarnir kynnast einstakri manneskju í þessari viku sem gæti orðið lífsförunautur. Ef svo verður ekki er þessi manneskja allavega áhugaverð og gefur fiskunum afskaplega mikið.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 6, 7, 12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.