fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Skítuga leyndarmálið sem leynist í þvottavélinni þinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. apríl 2019 16:30

Þetta er skyldulesning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um plast og áhrif þess á umhverfið hefur líklegast ekki farið framhjá neinum. Plastið brotnar niður í örplast í náttúrunni og finnst örplast í mörgu í okkar daglega lífi, allt frá kranavatni til matvæla.

Sjá einnig: Sigríður fékk áfall þegar hún sá hvað leynist í kranavatni: „Þetta er bara svo hræðilegt“

Grettistaki hefur verið lyft í að banna alls kyns plastnotkun víðs vegar um heim, en eins og kemur fram í ítarlegri grein á vef Huffington Post hafa yfirvöld í löndum heimsins horft framhjá einu, stóru atriði er kemur að plastmengun – fötunum okkar.

700.000 örplasttrefjar í hverjum þvotti

Föt eru oft búin til úr gerviefnum eins og nælon, rayon og spandex. Mörg þessara gerviefna innihalda sama hráefnið og er í plastflöskum – polyethylene terephthalate (PET). Í grein Huffington Post er mælt með því að fólk kíki á fatamiða þegar það kaupir sér flíkur til að athuga hvort PET sé eitt af hráefnunum.

Höfin okkar eru full af plasti.

Vandamálið með þessar flíkur er að í hvert sinn sem þær eru þvegnar losna trefjar og örplast úr læðingi. Þetta gerist í raun með hvaða flík sem er, en talið er að 5,5 kíló af þvotti úr gerviefnum geti losað sjö hundruð þúsund örplasttrefjar úr læðingi. Náttúrulegar trefjar úr fötum brotna niður í náttúrunni en ekki gerviefnatrefjar.

„Við vitum nóg til að hafa áhyggjur“

Örtrefjar eru algengasta tegundin af örplast sem finnst í höfum og umhverfinu að sögn Nicholas Mallos hjá umhverfissamtökunum Ocean Conservancy. Ekki er ljóst hve hátt hlutfall af örtrefjum í hafinu eru úr þvottinum okkar en Nicholas bætir við að hægt sé að sporna við því að þetta örplast endi í náttúrunni.

„Við vitum nóg til að hafa áhyggjur og við vitum nóg til að gera eitthvað í málunum, sérstaklega þar sem vandamálið á uppruna sinn í þvottavélunum okkar,“ segir Nicholas.

Búið er að leggja til frumvarp í New York og Kaliforníu í Bandaríkjunum sem kveður á um að ef flík er búin til úr meira en helmingi af gerviefnum að það þurfi að merkja hana sérstaklega og vara við að hún losi sig við örplast þegar hún er þvegin. Felix Ortiz, einn af pólitíkusunum á bak við frumvarpið, efast þó um að frumvarpið muni hafa mikil áhrif.

„Þetta á örugglega ekki eftir að telja mörgum fullorðnum hughvarf,“ segir hann.

Í greininni er fólki bent á að hægt sé að gera ýmislegt til að minnka þessa losun úr þvottavélinni, til dæmis að koma fyrir lósíu, en slíkt apparat fylgir með flestum þurrkurum. Fyrrnefndur Nicholas komst að því, ásamt samstarfsmönnum sínum í háskólanum í Toronto, að slíkar síur minnkuðu losun örtrefja um 87 prósent. Þá eru einnig til vörur sem safna saman örtrefjunum sem hrynja af flíkum, svo sem Guppyfriend-pokinn eða Cora Ball.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur

Amorim styður hugmynd United að sækja hann aftur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.