11. mars – 19. apríl
Þú ert nýbúinn að ganga í gegnum mikið þrekvirki elsku hrútur og ert svo sannarlega sterkari fyrir vikið. Þessa vika fer því í smá endurskipulagningu og ég mæli með að þú takir þér blað og blýant í hönd og skissir upp markmið þín fyrir árið og hvernig þú ætlar að ná þeim.
Í miðri viku fá einhleypir hrútar ánægjulegar fréttir tengdar einkalífinu. Þú hefur verið að velta fyrir þér vissum aðila og hvort að hann beri sömu tilfinningar og þú og loksins færð þú svar við því. Nú byrjar ballið!
Þeir hrútar sem eru í skóla lenda á vegg, sem er miður þar sem stutt er í annarlok og próf. Það er eitthvað andlegt að bögga þig og það bitnar á skólanum. Þú finnur ekki sömu gleði og tilgang í því að læra og þarft því að hugsa þig vel og vandlega um hvort þú viljir halda áfram á sömu braut. Þessar hugsanir tengjast vel markmiðasetningunni sem ég minntist á hér að ofan.
Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 35, 40, 60
20. apríl – 20. maí
Það er einhver rosalegur mannfögnuður í kortunum hjá þér kæra naut, en þó ekki alveg strax. Þú þarft að bíða aðeins eftir þessu svakalega partíi en það verður biðarinnar virði.
Svo skýtur gamall félagi upp kollinum. Félagi sem þú hefur ekki séð í ógurlega langan tíma en mikið ofboðslega verður gaman að hitta hann. Hann hefur fréttir að færa er varða einaklífið hans. Þessar fréttir koma þér í opna skjöldu og í ljós kemur að þessi félagi hefur þurft að fela sitt sanna sjálf ansi lengi.
Í lok viku kemur eitthvað upp á í vinnunni sem verður erfitt mál sem krefst úrlausnar strax. Ekki láta þér því bregða ef þú þarft að vinna um helgina nautið mitt.
Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 2, 34, 50
21. maí – 21. júní
Það er svakaleg þreyta í þér, en þetta er góð þreyta því þú ert búinn að vinna svo hart að þér að gera fólkið í kringum þig hamingjusamt. Þessi vika fer því örlítið í að hlaða batteríin og einbeita þér að sjálfum þér – það er algjörlega nauðsynlegt.
Þú ert kynntur fyrir nýju sporti sem á eftir að heilla þig algjörlega upp úr skónum. Þetta er íþrótt sem þér finnst mjög skemmtileg en hún er einnig mjög andlega krefjandi og neyðir þig til að horfa inn á við og sættast við þig sjálfan og öll þín mistök. Virkilega gefandi vegferð sem nú hefst, svo ekki sé talað um hve spennandi hún er.
Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 11, 48, 56
22. júní – 22. júlí
Það er sko aldrei lognmolla í kringum þig kæri krabbi. Það er gaman að vera í kringum þig og þú kætir fólkið þitt svo mikið á hverjum degi. En þér finnst þú vera fastur í lífinu og þarft smá tilbreytingu. Þá mæli ég með því að þú hugsir stærra, víkkir sjóndeildarhringinn og kannir það sem þú hefur alltaf verið sannfærður um að þú gætir ekki.
Hluti af þessari stórtæku hugsun er að spá alvarlega í því hvort þú þarft að skipta um starfsvettvang. Er starfið að gefa þér nóg eða viltu meira? Spáðu virkilega vel og lengi í þessum spurningum. Þér á eftir að líða mun betur þegar þú kemst að því sanna.
Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 5, 16, 70
23. júlí – 22. ágúst
Þú fékkst svo æðislegar fréttir í síðustu viku kæra ljón að hjarta þitt og hugur eru á yfirsnúningi. Það er langt síðan þú hefur orðið svona spenntur yfir fréttum og þér finnst gaman að líða svona vel.
Í vinnunni er allt að gerast. Það er stór hátíð framundan og nýr starfsmaður veldur þér miklum heilabrotum. Þú veist ekki alveg hvort þér á að líka vel við hann eður ei og hann snertir einhverjar taugar í þér sem þú vissir ekki að þú værir með. Mjög athyglisverð persóna.
Heima fyrir er óbreytt ástand og það fer í taugarnar á þér. Þú þarft smá spennu í lífið og átt erfitt með að lifa í rútínunni sem hefur heltekið einkalífið. Talaðu um tilfinningar þínar við makann þinn og ekki láta þetta verða að svakalega stóru vandamáli.
Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 3, 41, 80
23. ágúst – 22 .september
Þetta er klárlega vika ástarinnar, sérstaklega hjá lofuðum meyjum! Það færist hiti í leikinn og neisti sem á sumum stöðum var farinn að slokkna brennur svo sannarlega mjög skært í þessari viku, þökk sé samtölum og alls kyns kryddi í svefnherberginu. Einhleypar meyjur mega búast við því að nýr elskhugi fari algjörlega á kostum í bólfimi.
Í vinnunni er mikil óvissa og þú veist ekki alveg hvort þú ert að koma eða fara. Það er margt sem fer í taugarnar á þér, enda lætur þú minnstu hluti fara óendanlega mikið í taugarnar á þér, og þér finnst skipulagsleysið algjörlega ólíðandi. Er kominn tími til að þú leitir á önnur mið? Hugsanlega.
Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 9, 18, 91
23. september – 22. október
Þú ert svolítið þreytt eftir helgina, enda vel pökkuð af alls kyns havaríi. Þú tekur rólegri viku fagnandi og nærð að slappa vel af, þó þú vinnir auðvitað alltof, alltof mikið eins og alltaf.
Þú átt erfitt með að sitja kyrr og finnur þér ýmis verkefni til að losa um alla þá jákvæðu orku sem þú býrð yfir. Það er spennandi verkefni sem þú gætir hugsanlega tekið að þér en þú ert óviss og finnst það hugsanlega of gott til að vera satt. Spáðu lengi og vel í þessu verkefni áður en þú tekur ákvörðun.
Lofaðar vogir eiga gott í vændum í einkalífinu og nær makinn að koma þeim skemmtilega á óvart. Bíddu bara – þetta verður rosalegt!
Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 2, 44, 93
23. október – 21. nóvember
Um miðbik vikunnar þarft þú að taka mjög erfiða ákvörðun í vinnunni sem á eftir að hafa áhrif á fjölda fólks. Þú ert samkvæmur sjálfum þér, elsku sporðdreki, vanafastur og ábyrgðarfullur, en þessi ákvörðun kemur þér meira að segja úr jafnvægi.
Þá er gott að eiga góða að og heimilislífið blómstrar sem aldrei fyrr. Það er mikill skilningur á heimilinu, mikið gaman og mikið um að vera. Góður matur, gott fólk og yndislegar stundir gefa þér kraft til að takast á við afskaplega krefjandi verkefni í vinnunni sem veldur þér miklum kvíða.
Þú hefur ávallt fundið ró í því að hreyfa þig og ekki gleyma því í þessari viku. Hreyfðu þig, vertu einn með sjálfum þér og finndu frið í hjarta.
Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 7, 8, 19
22. nóvember – 21. desember
Þó þú sýnir það afskaplega sjaldan þá býrð þú yfir mjúkri hlið sem aðeins þínir nánustu fá að sjá. Þú gerðir nýverið þau mistök að sýna manneskju þessa hlið sem var ekki traustsins verð. Þetta lætur þig draga þig aftur inn í skelina en ekki gera það. Samþykktu þessi „mistök“ og ekki loka á mjúka manninn. Hann er góður gæi sem fólk kann að meta.
Það leitar til þín vinur í mikilli neyð og auðvitað er hægt að treysta á þig. En neyð þessa vinar er svo mikil að jafnvel þú getur ekki gert nóg til að koma málunum í lag. Þetta fær mikið á þig, en stundum verður maður bara að sleppa fólki og beina þeim á aðra braut. Það er allt í lagi.
Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 17, 23, 48
22. desember – 19. janúar
Það er búið að mæða mikið á þér elsku steingeit síðustu daga og þú nýtir fyrstu daga vikunnar í mjög kærkomna hvíld. Þú ert búin að ákveða að vera eigingjörn og það er nákvæmlega það sem þú gerir – bara það sem þú vilt. Gott hjá þér! Þú kannt að hlusta á líkamann og veist að þetta er nákvæmlega það sem þú þarft núna.
Heima fyrir er mikil spenna og þú nærð einhvern veginn ekki að gera neitt til að minnka hana. Einkalífið hefur verið betra og þú ert örlítið ráðalaus steingeitin mín. Þá er gott að eiga góða, fáa en trausta vini, eins og þú átt. Hringdu í þá – segðu þeim allt af létta. Þér líður betur fyrir vikið.
Og mundirðu ekki örugglega eftir að endurnýja happadrættismiðann?
Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 8, 13, 36
20. janúar – 18. febrúar
Það er búinn að vera einhver núningur í vinnunni og viss aðili búinn að kvarta yfir þér. Því miður þá er það stundum með þig elsku vatnsberi að þú nærð ekki að hlusta nógu vel á fólk – eða fólk allavega fær það á tilfinninguna. Það er lítið mál að breyta þessu og taktu þessa kvörtun alvarlega. Nú er tíminn fyrir þig að fara í sjálfsskoðun og reyna að pússa samskiptahæfileika þína.
Einhleypir vatnsberar ættu að vara sig á manneskju sem er ekki öll sem hún er séð. Það er svo leiðinlegt að láta aðra særa sig og þú vilt endilega sleppa við það kæri vatnsberi. Vertu á varðbergi og ekki gefa öðrum allt hjarta þitt og heiminn á augabragði.
Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 10, 57, 61
19. febrúar – 20. mars
Þetta er vika fisksins að því leiti að hann einbeitir sér mikið að sjálfum sér og því sem gerir hann hamingjusaman. Það er rosalega gott að taka svoleiðis vikur stundum og gefst þér rými til þess þar sem lítið er um að vera í einkalífi og vinnu.
Vikan endar samt sem áður á góðum ástvinahittingi þar sem þú færð stórkostlegar fréttir sem gera þig himinlifandi.
Í lok vinnuvikunnar færðu óvenjulega bón frá vinnufélaga sem veldur þér miklum heilabrotum. Bónin er skemmtileg en þú botnar ekkert í tilganginum.
Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 8, 14, 39