Hannah Montana er þrettán ára. Þættirnir voru sýndir á Disney stöðinni þar til 2011 og gerðu Miley Cyrus að einni af stærstu stjörnum í heiminum. Leikkonan og poppstjarnan lék Miley Stewart, venjulega unglingsstúlku sem átti annað sjálf, poppstjörnuna Hönnuh Montana.
Faðir Miley Cyrus, Billy Ray Cyrus, lék einnig faðir hennar í þáttunum.
Emily Osment lék bestu vinkonu Miley, Lilly. Jason Earles, Mitchel Musso og Moises Arias léku einnig í þáttunum.
It’s the 13th anniversary of the first HM episode to air pic.twitter.com/81hAQOiEvX
— Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) March 24, 2019
Sjáðu hvernig leikararnir litu út þá og nú!
Miley Cyrus (Hannah Montana/Miley Stewart)
Stjarna þáttarins er ein stærsta stjarnan í heiminum í dag! Það þarf ekki að segja nánar frá Miley. Hún hefur gefið út nokkrar gríðarlega vinsælar plötur, ótal marga smelli og er gift leikaranum Liam Hemsworth.
Emily Osment (Lilly Truscott)
Eftir endalok Hannah Montana þáttanna fór leikkonan að talsetja í þáttum eins og Family Guy og Rainbow Brite. Hún kom fram í þáttunum Mom, Young & Hungry, Cleaners og The Kominsky Method. Hún hefur einnig reynt fyrir sér í tónlist.
Jason Earles (Jackson Stewart)
Eftir Hannah Montana lék Jason í Disney þáttunum Kickin’ It, WTH: Welcome to Howler og Hotel Du Loone. Hann giftist Katie Drysen árið 2017.
Mitchel Musso (Oliver Oken)
Leikarinn kom fram í þáttunum Pair of Kings og PrankStars eftir endalok Hannah Montana. Þegar hann var tvítugur, árið 2011, var hann handtekinn fyrir ölvunarakstur og var rekinn úr báðum þáttunum. Síðustu ár hefur hann haldið áfram að leika og unnið að þáttum eins og Phineas and Ferb og Milo Murphy’s Law.
Moises Arias (Rico)
Síðustu ár hefur leikarinn komið fram í þáttum eins og The Middle og Jean-Clause Van Johnson og kvikmyndum eins og Ben-Hur og Pitch Perfect 3.