Háskólaneminn Chloe birti athyglisverða mynd á Twitter fyrir stuttu sem hefur vægast sagt slegið í gegn. Myndin hefur uppskorið tæplega þrjú hundruð þúsund læk og tæplega 120 þúsund manns hafa endurtíst færslunni þegar þetta er skrifað.
Á myndinni má sjá sjö gallabuxnapör sem eru öll í stærð 12. Eins og sést eru buxurnar afar mismunandi í stærð þrátt fyrir það.
„Ef þið hafið einhvern tímann velt fyrir ykkur af hverju konur verða svona pirraðar yfir fatastærðum,“ skrifar Chloe við myndina og bætir við í öðru tísti:
Incase you’ve ever wondered why women get so frustrated with our clothing sizes – every pair of jeans pictured, is a size 12 pic.twitter.com/V88JAPQZTI
— c (@chloemmx) March 8, 2019
„Og vitiði hvað er fyndnara? Neðsta parið passar mér fullkomlega á meðan næstefsta parið er of lítið. Hvernig gengur það upp þar sem næstefstu buxurnar eru stærri????“
Eins og áður segir hefur myndin vakið upp hörð viðbrögð og telja margar konur að þetta sé ástæðan fyrir því að konur eru hættar að ganga í gallabuxum og ganga frekar í leggings og jógabuxum.
Þá birtir einn tístari mynd af buxum, annars vegar í stærð 4 og hins vegar í stærð 10. Enginn munur er hins vegar á buxunum:
This is tragic, one pair is a size 4 and one pair is a size 10.. no difference at all pic.twitter.com/IXlI8LXrdG
— Jade? (@Jadeelouuisee) March 10, 2019